Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Vilhelm Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00
Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00
Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00
Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45