Hættu við rauða dregilinn vegna ummæla Neeson um svarta Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2019 23:33 Norður írski leikarinn Liam Neeson. Vísir/Getty Stjörnur nýjustu myndar norður írska leikarans Liam Neeson hættu við að mæta á rauða dregilinn fyrir forsýningu myndarinnar í New York vegna ummæla hans um að hafa viljað myrða svarta manneskju eftir að vinkonu hans var nauðgað. Ummælin hafa vakið mikla reiði en blaðamönnum var tilkynnt að hætt hefði verið við að veita þeim aðgengi að stjörnum nýjustu myndar Neeson, Cold Pursuit, á rauða dreglinum tveimur klukkustundum áður en viðhafnarforsýningin átti að hefjast í dag. Neeson hefur neitað því að ummælin beri þess merki að hann sé rasisti en þau voru birt í breska fjölmiðlinum The Independent í gær og hafa vakið hörð viðbrögð. Sagðist leikarinn vilja opna breiðara samtal um kynþáttahatur með ummælum sínum. Þeir sem höfðu skipulagt viðburðinn á rauða dreglinum fyrir forsýningu Cold Pursuit tilkynntu blaðamönnum og ljósmyndurum að ekkert aðgengi yrði veitt að aðstandendum myndarinnar.Var að ræða nýjasta hefndartrylli sinn Myndinni hefur verið lýst sem hefndartrylli sem segir frá manni sem ekur snjóplóg sem verður fyrir miklu áfalli þegar sonur hans fellur frá við dularfullar aðstæður.Lét Neeson þessi ummæli falla þegar hann var að kynna myndina en hann sagðist hafa gengið um með vopn í von um að myrða svartan mann eftir að vinkonu hans var nauðgað fyrir fjörutíu árum. Ítrekaði Neeson að honum þætti hræðilegt að hugsa til þess í dag. Neeson var að koma úr ferðalagi þegar hann heyrði af nauðgun vinkonu sinnar. Þegar hann spurði hana hvort hún þekkti árásarmanninn svaraði hún neitandi. Þegar hann spurði um kynþátt árásarmannsins sagði hún hann hafa verið þeldökkan. „Ég gekk um göturnar með rotkylfu í von um að einhver myndi nálgast mig. Ég skammast mín fyrir þetta – ég gerði þetta í um það bil viku – en ég vonaðist til að einhver þeldökkur maður myndi koma út af krá og angra mig og ég gæti drepið hann,“ sagði leikarinn í viðtali. Hann segir þetta vera hræðilegan hugsunarhátt og hann hafi fljótlega áttað sig á því þegar hann náði að vinna úr atvikinu. Hann tengi þó hugsunarháttinn við hefndarþörfina sem hafi fylgt honum eftir uppeldi sitt í Norður-Írlandi. „Það leiðir bara til meiri hefndar, fleiri og fleiri morða og Norður-Írland er sönnun um það.“„Þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi“ Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli mætti hann í bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann sagðist vonast til að þessi ummæli myndu opna á hreinskiptin samskipti um kynþáttahatur. „Við þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi í þessu landi, í mínu landi líka. Þú rétt lítur undir yfirborðið og finnur þar rasisma og fordóma og það er til staðar.“ Neeson sagði að þegar hann komst að því að vinkonu sinni, sem er látin í dag, hefði verið nauðgað hefði vaknað upp í honum frumhvöt til að beita ofbeldi.Fannst ósmekklegt að hann skyldi kynna myndina svona Eins og áður segir hafa þessi ummæli hans vakið mikil viðbrögð og gagnrýnd af blaðamanni The Guardian og Kehinde Andrews, prófessor í menningarsögu svartra við Birmingham-háskólann. Sagði Andrews að það væri afar ósmekklegt af Neeson að nota þessi óviðeigandi ummæli til að kynna nýjustu mynd sína. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn John Barnes, sem hefur barist gegn kynþáttahatri lengi vel, varði Neeson í samtali við BBC. Barnes benti á að Neeson hefði séð eftir þessum hugsunarhætti um viku frá því hann greip hann fyrst. „Hann gerði sér grein fyrir því að það var rangt af honum að hugsa svona. Og við þurfum að eiga þetta samtal,“ sagði Barnes. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Stjörnur nýjustu myndar norður írska leikarans Liam Neeson hættu við að mæta á rauða dregilinn fyrir forsýningu myndarinnar í New York vegna ummæla hans um að hafa viljað myrða svarta manneskju eftir að vinkonu hans var nauðgað. Ummælin hafa vakið mikla reiði en blaðamönnum var tilkynnt að hætt hefði verið við að veita þeim aðgengi að stjörnum nýjustu myndar Neeson, Cold Pursuit, á rauða dreglinum tveimur klukkustundum áður en viðhafnarforsýningin átti að hefjast í dag. Neeson hefur neitað því að ummælin beri þess merki að hann sé rasisti en þau voru birt í breska fjölmiðlinum The Independent í gær og hafa vakið hörð viðbrögð. Sagðist leikarinn vilja opna breiðara samtal um kynþáttahatur með ummælum sínum. Þeir sem höfðu skipulagt viðburðinn á rauða dreglinum fyrir forsýningu Cold Pursuit tilkynntu blaðamönnum og ljósmyndurum að ekkert aðgengi yrði veitt að aðstandendum myndarinnar.Var að ræða nýjasta hefndartrylli sinn Myndinni hefur verið lýst sem hefndartrylli sem segir frá manni sem ekur snjóplóg sem verður fyrir miklu áfalli þegar sonur hans fellur frá við dularfullar aðstæður.Lét Neeson þessi ummæli falla þegar hann var að kynna myndina en hann sagðist hafa gengið um með vopn í von um að myrða svartan mann eftir að vinkonu hans var nauðgað fyrir fjörutíu árum. Ítrekaði Neeson að honum þætti hræðilegt að hugsa til þess í dag. Neeson var að koma úr ferðalagi þegar hann heyrði af nauðgun vinkonu sinnar. Þegar hann spurði hana hvort hún þekkti árásarmanninn svaraði hún neitandi. Þegar hann spurði um kynþátt árásarmannsins sagði hún hann hafa verið þeldökkan. „Ég gekk um göturnar með rotkylfu í von um að einhver myndi nálgast mig. Ég skammast mín fyrir þetta – ég gerði þetta í um það bil viku – en ég vonaðist til að einhver þeldökkur maður myndi koma út af krá og angra mig og ég gæti drepið hann,“ sagði leikarinn í viðtali. Hann segir þetta vera hræðilegan hugsunarhátt og hann hafi fljótlega áttað sig á því þegar hann náði að vinna úr atvikinu. Hann tengi þó hugsunarháttinn við hefndarþörfina sem hafi fylgt honum eftir uppeldi sitt í Norður-Írlandi. „Það leiðir bara til meiri hefndar, fleiri og fleiri morða og Norður-Írland er sönnun um það.“„Þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi“ Eftir að hafa verið gagnrýndur fyrir þessi ummæli mætti hann í bandaríska sjónvarpsþáttinn Good Morning America þar sem hann sagðist ekki vera rasisti. Hann sagðist vonast til að þessi ummæli myndu opna á hreinskiptin samskipti um kynþáttahatur. „Við þykjumst öll vera pólitískt rétthugsandi í þessu landi, í mínu landi líka. Þú rétt lítur undir yfirborðið og finnur þar rasisma og fordóma og það er til staðar.“ Neeson sagði að þegar hann komst að því að vinkonu sinni, sem er látin í dag, hefði verið nauðgað hefði vaknað upp í honum frumhvöt til að beita ofbeldi.Fannst ósmekklegt að hann skyldi kynna myndina svona Eins og áður segir hafa þessi ummæli hans vakið mikil viðbrögð og gagnrýnd af blaðamanni The Guardian og Kehinde Andrews, prófessor í menningarsögu svartra við Birmingham-háskólann. Sagði Andrews að það væri afar ósmekklegt af Neeson að nota þessi óviðeigandi ummæli til að kynna nýjustu mynd sína. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn John Barnes, sem hefur barist gegn kynþáttahatri lengi vel, varði Neeson í samtali við BBC. Barnes benti á að Neeson hefði séð eftir þessum hugsunarhætti um viku frá því hann greip hann fyrst. „Hann gerði sér grein fyrir því að það var rangt af honum að hugsa svona. Og við þurfum að eiga þetta samtal,“ sagði Barnes.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Gekk um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann Leikarinn Liam Neeson viðurkenndi að hafa gengið um með vopn í von um að myrða þeldökkan mann eftir að vinkona hans varð fyrir nauðgun. 4. febrúar 2019 22:10