Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 07:34 Mikið var um dýrðir í Washington-borg við valdatöku Trump 20. janúar 2017. Um kvöldið var fjöldi veislna og viðburða til að fagna tímamótunum. Vísir/EPA Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Upplýsingar um fjárframlög og útgjöld eru á meðal fjölda gagna sem saksóknarar í New York hafa krafið embættistökunefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um með umfangsmikilli stefnu sem þeir hafa gefið út. Nefnd Trump safnaði 107 milljónum dollara, meira en nokkurs annars forseta í sögunni. Fjármunirnir sem embættistökunefndin safnaði voru til að standa undir kostnaði við viðburði og gleðskap í kringum embættistöku Trump í janúar árið 2017. Upphæðin sem nefndin safnaði var tvöfalt hærri en sú sem Barack Obama nurlaði saman árið 2009. Alríkissaksóknarar í suðurumdæmi New York krefjast nú fjölda skjala, meðal annars með upplýsingum um alla þá sem gáfu í sjóð nefndarinnar, birgja, verktaka, bankareikninga nefndarinnar og hvers kyns upplýsingar sem tengjast erlendum framlögum til nefndarinnar, að sögn Washington Post. Stórfyrirtæki og milljarðamæringar sem studdu Trump voru á meðal þeirra sem lögð fé í sjóði embættistökunefndarinnar. Samkvæmt bandarískum lögum mega aðeins þarlendir ríkisborgarar og fólk með dvalarleyfi láta fé af hendi rakna til nefnda sem þessarar. Talsmaður nefndarinnar segir að hún ætli sér að vera samvinnufús við saksóknarana.Möguleg fjársvik og peningaþvætti Washington Post segir að stefnan bendi til þess að saksóknararnir séu að rannsaka mögulegt samsæri um að svindla á Bandaríkjastjórn, fjársvik, rangan vitnisburð, og peningaþvætti. Sérstaklega óska saksóknararnir eftir upplýsingum um samskipti nefndarinnar við Imaad Zuberi, áhættufjárfesti í Los Angeles, og fjárfestingafyrirtæki hans Avenue Ventures. Fyrirtækið gaf nefndinni 900.000 dollara. Talsmaður hans kunni engar skýringar á hvers vegna hann væri sérstaklega nefndur í stefnunni. Rick Gates, fyrrverandi kosningastjóri Trump, er sagður hafa stýrt fjáröflun og rekstri nefndarinnar að miklu leyti. Hann hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakandansa, sem rannsaka meint samráð forsetaframboðs Trump við rússnesk stjórnvöld. Hann hefur viðurkennt að hafa mögulega stolið fé frá embættistökunefndinni og játaði sök vegna ýmissa brota í febrúar í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent