Auðvelt hjá Bucks í New York Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:30 Lífið er ljúft hjá Antetokounmpo og liðsfélögum hans vísir/getty Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Antetokounmpo far einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu með 30 stig, 15 fráköst og níu stoðsendingar í 113-94 sigri Milwaukee. Heimamenn í Nets gerðu gestunum ekki mjög erfitt fyrir, þeir hittu ekki úr 19 af fyrstu 20 þriggja stiga tilraunum og kláruðu leikinn með 5 þrista úr 42 tilraunum eða 11,9 prósenta skotnýtingu. Malcolm Brogdon bætti 16 stigum við fyrir Bucks og Eric Bledsoe 15 þegar þeir grænu enduðu níu leikja heimavallarsigurgöngu Brooklyn.#Giannis tallies 30 PTS, 15 REB and 9 AST and the @Bucks improve their league-best record to 39-13 on the season! #FearTheDeerpic.twitter.com/tKD6agioph — NBA (@NBA) February 5, 2019 Denver Nuggets missti Golden State Warriors upp fyrir sig á toppi vesturdeildarinnar með því að tapa fyrir Detroit Pistons í Detroit. Andre Drummond skoraði 14 stig í þriðja leikhluta þegar Denver byggði upp góða forystu sína og tryggði sér 129-103 sigur og endaði þar með sex leikja sigurgöngu Denver. Drummond setti 27 stig í heildina sem jafnar hans besta leik í vetur. Blake Griffin bætti 17 stigum við fyrir Detroit og Reggie Jackson 14. Um helgina missti Detroit niður 25 stiga forystu gegn Los Angeles Clippers en í nótt hleyptu þeir Denver aldrei í áhlaup og náðu að halda sigrinum.27 PTS (12/14 FG) and 12 REB for @AndreDrummond in the @DetroitPistons 129-103 home victory! #DetroitBasketballpic.twitter.com/R8pNHoMgDf — NBA (@NBA) February 5, 2019 James Harden skoraði yfir 40 stig í tuttugasta skipti í vetur þegar Houston Rockets sótti sigur til Phoenix. Harden skoraði 45 stig í leiknum sem Rockets vann 118-110 og nú hefur hann farið 27 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. „Ég held bara áfram. Það er ekkert sem getur hægt á mér eða stoppað mig,“ sagði Harden eftir leikinn. Houston var með forystuna allan leikinn, heimamenn náðu þó að hanga í þeim í fyrri hálfleik en þegar forskot Houston var orðið 20 stig í þriðja leikhluta var vonin orðin lítil.Point No. 43, 44 and 45 for The Beard. #Rockets WATCH on NBALP: https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/erTnVYxxD4 — NBA (@NBA) February 5, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Denver Nuggets 129-103 Washington Wizards - Atlanta Hawks 129-137 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-113 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 107-109 Phoenix Suns - Houston Rockets 110-118 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 127-112 NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Antetokounmpo far einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu með 30 stig, 15 fráköst og níu stoðsendingar í 113-94 sigri Milwaukee. Heimamenn í Nets gerðu gestunum ekki mjög erfitt fyrir, þeir hittu ekki úr 19 af fyrstu 20 þriggja stiga tilraunum og kláruðu leikinn með 5 þrista úr 42 tilraunum eða 11,9 prósenta skotnýtingu. Malcolm Brogdon bætti 16 stigum við fyrir Bucks og Eric Bledsoe 15 þegar þeir grænu enduðu níu leikja heimavallarsigurgöngu Brooklyn.#Giannis tallies 30 PTS, 15 REB and 9 AST and the @Bucks improve their league-best record to 39-13 on the season! #FearTheDeerpic.twitter.com/tKD6agioph — NBA (@NBA) February 5, 2019 Denver Nuggets missti Golden State Warriors upp fyrir sig á toppi vesturdeildarinnar með því að tapa fyrir Detroit Pistons í Detroit. Andre Drummond skoraði 14 stig í þriðja leikhluta þegar Denver byggði upp góða forystu sína og tryggði sér 129-103 sigur og endaði þar með sex leikja sigurgöngu Denver. Drummond setti 27 stig í heildina sem jafnar hans besta leik í vetur. Blake Griffin bætti 17 stigum við fyrir Detroit og Reggie Jackson 14. Um helgina missti Detroit niður 25 stiga forystu gegn Los Angeles Clippers en í nótt hleyptu þeir Denver aldrei í áhlaup og náðu að halda sigrinum.27 PTS (12/14 FG) and 12 REB for @AndreDrummond in the @DetroitPistons 129-103 home victory! #DetroitBasketballpic.twitter.com/R8pNHoMgDf — NBA (@NBA) February 5, 2019 James Harden skoraði yfir 40 stig í tuttugasta skipti í vetur þegar Houston Rockets sótti sigur til Phoenix. Harden skoraði 45 stig í leiknum sem Rockets vann 118-110 og nú hefur hann farið 27 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. „Ég held bara áfram. Það er ekkert sem getur hægt á mér eða stoppað mig,“ sagði Harden eftir leikinn. Houston var með forystuna allan leikinn, heimamenn náðu þó að hanga í þeim í fyrri hálfleik en þegar forskot Houston var orðið 20 stig í þriðja leikhluta var vonin orðin lítil.Point No. 43, 44 and 45 for The Beard. #Rockets WATCH on NBALP: https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/erTnVYxxD4 — NBA (@NBA) February 5, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Denver Nuggets 129-103 Washington Wizards - Atlanta Hawks 129-137 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-113 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 107-109 Phoenix Suns - Houston Rockets 110-118 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 127-112
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira