Spyr sá sem ekki veit Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 4. febrúar 2019 15:49 Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar