Sakar Jón Baldvin um lygar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 14:00 Frænka eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra sakar hann um lygar. Vísir/Vilhelm Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00