Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Hið umdeilda pálmalistaverk í væntanlegri Vogabyggð er fjármagnað með innviðagjöldum eins og komið hefur fram. Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40