Í leikhúsi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Börn eru forvitin, athugul og hugmyndarík. Sem sagt fyrirmyndarfólk sem þeir fullorðnu ættu að taka sér oftar til fyrirmyndar. Fullorðið fólk er vissulega ágætt, svona yfirleitt, en samt ekki alltaf ratvíst í lífinu. Það villist auðveldlega af leið, gleymir að gleðjast og fer að nöldra yfir hlutum sem skipta engu máli. Um leið hættir það að taka eftir alls kyns undrum sem fylla börn lotningu, eins og regnboga og skýjum. Börn búa yfir sköpunarkrafti sem mikilvægt er að þau fái að nýta, sjálfum sér og öðrum til ánægju og uppbyggingar. Þau hafa margt fram að færa – eins og sýndi sig í Borgarleikhúsinu á laugardag og sunnudag. Þá voru sýnd þar leikrit eftir tvær ungar stúlkur sem unnu leikritasamkeppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV. Annar verðlaunahafinn er hin 11 ára Iðunn Ólöf Berndsen, höfundur Töluvírussins, og hinn er Sunna Stella Stefánsdóttir, 7 ára, höfundur Friðþjófs á geimflakki. Bæði verkin eru bráðskemmtileg, einkennast af hugmyndaríki og fjöri og eru með góðan boðskap sem á erindi á öllum tímum. Áhorfendur skemmtu sér konunglega á frumsýningu, ekki bara börnin heldur líka þeir fullorðnu sem áttu það allir sameiginlegt að vera svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér – sem jafngildir því að kunna að hrífast og gleðjast. Í Tölvuvírusnum var umfjöllunarefnið tæknivæðing og samskipti. Þar fannst kennara lítið til um hæfni eins nemanda til að læra hluti utan að og sagði honum að utanbókarlærdómur væri óþörf iðja því allt væri hægt að gúgla. Kennarinn sá heldur enga ástæðu til að börn væru úti að leika þegar þau gætu verið inni í tölvunni og „haft það kósí“, eins og hann orðaði það. Hann afhenti börnunum nýjar tölvur sem þau urðu sjúklega háð og þegar einn nemandi virtist hafa í ógáti skemmt tölvu annars nemanda hrópaði sá sem hafði orðið fyrir skaðanum í örvæntingu: „Þú drapst besta vin minn!“ Í leikritinu var minnst á þunglyndi og kvíða, sem þjáir svo fjölmarga sem hafa gert tæki og tól að bestu vinum sínum. Undir lokin gerðist svo það, sem gerist ekki nægilega oft í samtíma okkar, að allir áttuðu sig á því að lykillinn að hamingjunni er að eiga samverustundir með öðrum, þar sem fólk talast við og á raunveruleg samskipti. Þá þarf að leggja frá sér tölvuna og símann – og það þarf ekki að vera svo erfitt. Ýmislegt sögulegt gerðist í leikriti hinnar sjö ára Sunnu, Friðþjófi á geimflakki, og þar var mikið um magnaðar tæknibrellur þar sem áhorfandinn var skyndilega kominn út í geiminn. Aðalpersónan, Friðþjófur, átti þá heitu ósk að vera ofurhetja, en sagðist sjálfur klúðra öllu og honum var strítt og hann hafður út undan. Svo framdi hann hetjudáð og öllum varð ljós hversu mikið var í hann spunnið. Allt fór því vel. Það er mikilvægt að hlusta á börn, taka þau alvarlega og vinna með þeim. Það var einmitt það sem aðstandendur Borgarleikhússins gerðu við uppsetningu þessara tveggja leikrita. Þar var allt til fyrirmyndar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun