Facebook fimmtán ára Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Getty/David Paul Morris Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent