Jón Baldvin mætti vel undirbúinn í Efstaleiti Sylvía Hall skrifar 3. febrúar 2019 15:30 Jón Baldvin heldur á minnisblaðinu á leið sinni í Útvarpshúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið við Efstaleiti sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. Á minnisblaðinu eru umræðupunktar sem Jón Baldvin hafði undirbúið sérstaklega og komst ansi margt að í viðtalinu sem má finna á blaðinu. Blaðið hefst á orðum Jóns Baldvins um að hann hafi verið dæmdur og fordæmdur eftir að ásakanir á hendur honum komu fram og er yfirskrift þeirra punkta: „Á sakamannabekk“. Því næst víkur hann sér að réttarkerfinu og þeirri staðreynd að aðeins ein kæra hefur verið gefin út en kærunni var vísað frá. „Það er aðeins ein af þessum sögum sem með formlegum hætti varð kæra,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu sjálfu eftir að hafa vikið að því að hafa bæði verið dæmdur og fordæmdur líkt og stóð á blaðinu. Fjölskyldumálin fyrirferðamikil Á blaðinu má einnig sjá hvar hann hefur flokkað umræðupunktana eftir umfjöllunarefni og eru þar yfirskriftir á borð við: „Samt sekur“, „Bara ein skýring“ og „Sjúkdómseinkenni“ en síðustu tveir flokkarnir varða ásakanir dóttur hans, Aldísar Schram, á hendur honum. Sjúkdómseinkennin sem um ræðir tengjast meintri geðhvarfasýki dóttur hans sem hann skrifar á blaðið að hún viðurkenni ekki. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður sem nauðungarvistar annan einstakling. Það er neyðarúrræði lækna, það þarf að koma til fleiri en einn læknir. Það þarf úrskúrð dómsmálaráðuneytis. Það sem var áður fyrr, áður en lögum var breytt, þá var það þannig að aðstandendur voru settir í þá skelfilegu stöðu að gefa samþykki sitt,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu. Þá sagði hann sögu dóttur sinnar um að hann hafi getað látið nauðungarvista hana vegna valdamikillar stöðu sinnar ekki standast þar sem slíkt myndi aðeins þekkjast í „Rússlandi Pútíns“ eða Sádí-Arabíu. Þá samlíkingu mátti einnig finna á minnisblaðinu. „Oflæti, megalomania, trúarofstæki, þráhyggja um kynlíf, UPPTALNING, barn í fóstur“ eru þeir punktar sem Jón Baldvin undirbjó fyrir viðtalið í tengslum við sjúkdómseinkennin. Þá má einnig sjá að orð hans um að dóttir sín væri hæfileikarík en afar veik voru einnig undirbúin fyrir fram. Fámennur öfgahópur, tjáningarfrelsið og ritskoðun Síðasta yfirskrift sem sjá má á blaðinu er „AÐFÖR mér og fjölsky.“ og má greina að hann telur þar upp meðal annars hluti á borð við tjáningarfrelsið, ritskoðun, útgáfubann og dómsvald. Flokkurinn sem á undan kemur er illgreinanlegur en þó má sjá að þar kemur hann inn á málþing, bókaútgáfuna sem slegið var á frest í kjölfar ásakananna sem og fyrirgefningu. Þá má einnig sjá orðin „MÍN SÖK“ í hástöfum en í viðtalinu gekkst hann við því að eiga einhverja sök í því að hafa ollið klofningi innan fjölskyldunnar. „Þetta spannst í þetta skiptið um það að reyna koma í veg fyrir útgáfu bókar sem stóð til að gefa út á afmæli mínu,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu en bókin átti að koma út nú í febrúar í tilefni áttatíu ára afmælis fyrrum ráðherrans. Þá tilkynnti hann að hann hygðist gefa út bók um ásakanirnar á hendur honum sem bæri titilinn „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“. Á meðal punkta minnisblaðsins eru orðin „fámennur öfgahópur“. Hér að neðan má sjá mynd af minnisblaðinu. Minnisblaðið sem um ræðir.Vísir/Vilhelm MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson mætti vel undirbúinn í viðtal sitt í Silfrinu fyrr í dag en myndir sem teknar voru af ráðherranum fyrrverandi á leið í Útvarpshúsið við Efstaleiti sýna minnisblað sem hann mætti með í viðtalið. Á minnisblaðinu eru umræðupunktar sem Jón Baldvin hafði undirbúið sérstaklega og komst ansi margt að í viðtalinu sem má finna á blaðinu. Blaðið hefst á orðum Jóns Baldvins um að hann hafi verið dæmdur og fordæmdur eftir að ásakanir á hendur honum komu fram og er yfirskrift þeirra punkta: „Á sakamannabekk“. Því næst víkur hann sér að réttarkerfinu og þeirri staðreynd að aðeins ein kæra hefur verið gefin út en kærunni var vísað frá. „Það er aðeins ein af þessum sögum sem með formlegum hætti varð kæra,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu sjálfu eftir að hafa vikið að því að hafa bæði verið dæmdur og fordæmdur líkt og stóð á blaðinu. Fjölskyldumálin fyrirferðamikil Á blaðinu má einnig sjá hvar hann hefur flokkað umræðupunktana eftir umfjöllunarefni og eru þar yfirskriftir á borð við: „Samt sekur“, „Bara ein skýring“ og „Sjúkdómseinkenni“ en síðustu tveir flokkarnir varða ásakanir dóttur hans, Aldísar Schram, á hendur honum. Sjúkdómseinkennin sem um ræðir tengjast meintri geðhvarfasýki dóttur hans sem hann skrifar á blaðið að hún viðurkenni ekki. „Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er enginn einn maður sem nauðungarvistar annan einstakling. Það er neyðarúrræði lækna, það þarf að koma til fleiri en einn læknir. Það þarf úrskúrð dómsmálaráðuneytis. Það sem var áður fyrr, áður en lögum var breytt, þá var það þannig að aðstandendur voru settir í þá skelfilegu stöðu að gefa samþykki sitt,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu. Þá sagði hann sögu dóttur sinnar um að hann hafi getað látið nauðungarvista hana vegna valdamikillar stöðu sinnar ekki standast þar sem slíkt myndi aðeins þekkjast í „Rússlandi Pútíns“ eða Sádí-Arabíu. Þá samlíkingu mátti einnig finna á minnisblaðinu. „Oflæti, megalomania, trúarofstæki, þráhyggja um kynlíf, UPPTALNING, barn í fóstur“ eru þeir punktar sem Jón Baldvin undirbjó fyrir viðtalið í tengslum við sjúkdómseinkennin. Þá má einnig sjá að orð hans um að dóttir sín væri hæfileikarík en afar veik voru einnig undirbúin fyrir fram. Fámennur öfgahópur, tjáningarfrelsið og ritskoðun Síðasta yfirskrift sem sjá má á blaðinu er „AÐFÖR mér og fjölsky.“ og má greina að hann telur þar upp meðal annars hluti á borð við tjáningarfrelsið, ritskoðun, útgáfubann og dómsvald. Flokkurinn sem á undan kemur er illgreinanlegur en þó má sjá að þar kemur hann inn á málþing, bókaútgáfuna sem slegið var á frest í kjölfar ásakananna sem og fyrirgefningu. Þá má einnig sjá orðin „MÍN SÖK“ í hástöfum en í viðtalinu gekkst hann við því að eiga einhverja sök í því að hafa ollið klofningi innan fjölskyldunnar. „Þetta spannst í þetta skiptið um það að reyna koma í veg fyrir útgáfu bókar sem stóð til að gefa út á afmæli mínu,“ sagði Jón Baldvin í viðtalinu en bókin átti að koma út nú í febrúar í tilefni áttatíu ára afmælis fyrrum ráðherrans. Þá tilkynnti hann að hann hygðist gefa út bók um ásakanirnar á hendur honum sem bæri titilinn „Vörn fyrir æru: hvernig fámennur öfgahópur hefur sagt réttarríkinu á Íslandi stríð á hendur“. Á meðal punkta minnisblaðsins eru orðin „fámennur öfgahópur“. Hér að neðan má sjá mynd af minnisblaðinu. Minnisblaðið sem um ræðir.Vísir/Vilhelm
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56 Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02 Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Jón Baldvin segist hafa verið dæmdur án dóms og laga Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í viðtali í Silfrinu á RÚV í dag þar sem hann ræddi þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum um kynferðisbrot. 3. febrúar 2019 11:56
Segir atvik á Spáni hafa verið sviðsett Frásögn Carmenar Jóhannsdóttur um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar í þakveislu í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni síðasta sumar er ósönn að hans sögn. Þá hyggst hann gefa út bók um þær ásakanir sem fram hafa komið. 3. febrúar 2019 13:02
Jón Baldvin svarar fyrir ásakanirnar í Silfrinu Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, verður í Silfrinu á morgun. 2. febrúar 2019 18:32