Curry þurfti þrjá og hálfan leikhluta til þess að finna körfuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:30 Stephen Curry. vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108 NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira