Umdeild þingkona demókrata lýsir loks formlega yfir framboði Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:50 Gabbard við ríkisfána Havaí á kosningafundi þar sem hún lýsti formlega yfir framboði í gær. AP/Marco Garcia Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Tulsi Gabbard, þingkona demókrata frá Havaí, lýsti formlega yfir framboði sínu í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári í gær. Samband hennar við flokksins hefur verið stirt á köflum en skoðanir hennar í sumum málaflokkum, þar á meðal málefnum samkynhneigðra, hafa verið mun íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum. Upphaflega lýsti Gabbard því yfir hún ætlaði að gefa kost á sér í forvalinu 12. janúar og boðaði formlega tilkynningu í vikunni á eftir. Ekkert bólaði þó á henni fyrr en í gær þegar Gabbard hóf kosningabaráttu sína formlega á Havaí. Gabbard hefur verið fulltrúadeildarþingmaður Havaí frá 2013 og var fyrsti hindúinn til að ná kjöri til Bandaríkjaþings. Hún er 37 ára gömul og fyrrverandi hermaður. Í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016 studdi hún Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont. Á fundi með stuðningsmönnum í gær sagðist Gabbard bjóða sig fram gegn „voldugum stjórnmálamönnum sem þjóna sjálfum sér og gráðugum fyrirtækjum“. Hét hún því að færa forsetaembættinu aftur „reisn, heiður og virðingu“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að Gabbard teljist tiltölulega frjálslynd hafa skoðanir hennar ekki alltaf rímað vel við almenna stemmingu í Demókrataflokknum. Þannig var hún andsnúin hjónaböndum samkynhneigðra og baðst nýlega afsökunar á því. Hún hlaut einnig mikla gagnrýni flokksystkina sinna þegar hún fundaði með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, í janúar árið 2017. Gabbard er andsnúin íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi og er andvíg því að Assad verði komið frá völdum. Ummæli hennar þar sem hún efaðist um að ríkisstjórn Assad hefði staðið að efnavopnaárás sem varð tugum manna að bana í Sýrlandi vöktu einnig reiði. Howard Dean, fyrrverandi frambjóðandi í forvali demókrata, sagði afstöðu Gabbard „skammarlega“ og að hún væri ekki hæf til að sitja á þingi. Forval demókrata fer formlega af stað í febrúar á næsta ári. Keppt er um fulltrúa í hverju ríki fyrir landsþing flokksins þá um sumarið. Sá sem hlýtur flesta fulltrúa á þinginu verður forsetaframbjóðandi flokksins, að öllum líkindum gegn Donald Trump forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45 Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Gabbard tilkynnir framboð sitt til forseta Þingmaðurinn Tulsi Gabbard tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2020. 12. janúar 2019 13:45
Gabbard gagnrýnd fyrir að hafa barist gegn samkynja hjónaböndum Þingmaðurinn og Demókratinn Tulsi Gabbard hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir fyrri afstöðu sína gegn samkynja hjónaböndum og réttindum hinsegin fólks. 15. janúar 2019 21:52