Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Umhverfisráðherra tekur stríðið gegn plasti föstum tökum. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira