Tákn Reykjavíkur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykjavíkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig. Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta. Pálmar! Og það í Reykjavík. En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr samhengi. Um það snýst listin öðrum þræði. Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og staðreyndir áður en hlaupið er af stað. Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu innviðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu. Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri afurðir iðnaðarfólks. Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með ágæti Pálmanna að gera. Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin Sanders mun gera. Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar