Ungir Sádar í námi flýja dómskerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 16:27 Fregnir hafa borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Vísir/EPA Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan. Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Talið er að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi hjálpað ungum Sádum að flýja undan dómskerfi Bandaríkjanna. Þar á meðal eru fimm ungir menn sem höfðu meðal annars verið sakaðir um morð, nauðganir og manndráp í Oregon. Þingmenn ríkisins vinna nú að því að finna leið til að refsa yfirvöldum Sádi-Arabíu. Tveimur vikum áður en rétta átti yfir námsmanninum Abdulrahman Sameer Noorah árið 2016 fyrir að keyra á og valda dauða hinnar fimmtán ára gömlu Fallon Smart, hvarf hann. Rannsakendur staðfestu við Oregonian í desember að ræðisskrifstofa Sádi-Arabíu hafi ráðið lögmenn sem greiddu hundrað þúsund dala tryggingu Noorah og var honum því sleppt úr haldi. Nokkrum mánuðum síðar, tveimur mánuðum fyrir réttarhöld hans, hafi svartur jeppi sést fyrir utan heimili hans og var honum ekið út fyrir bæinn að námu, þar sem ökklaband hans sem innihélt staðsetningartæki fannst. Nú er komið í ljós að hann er í Sádi-Arabíu. Rannsakendur telja embættismenn hafa útvegað honum falsað vegabréf og flutt hann úr landi í einkaflugvél. Ráðamenn hafi hjálpað honum að flýja frá Bandaríkjunum. Þingmenn Oregon telja að ráðamenn Sádi-Arabíu hafi hjálpað minnst fimm ungum Sádum að flýja frá Bandaríkjunum í aðdraganda réttarhalda þar sem þeir hafa verið sakaði um ýmsa glæpi. Abdulaziz Al Duways var handtekinn í Oregon árið 2014 og var hann sakaður um að hafa byrlað ungri konu ólyfjan og nauðgað henni. Skömmu eftir að ræðisskrifstofa Sáda fékk hann lausan gegn tryggingu hvarf hann.Daily Beast segir sama lögfræðinginn hafa unnið fyrir fjóra af mönnunum fimm. Þá segir í umfjöllun miðilsins að flestir þeirra 60 þúsund Sáda sem stundi nám í Bandaríkjunum séu á styrkjum frá yfirvöldum Sádi-Arabíu.Þá hafa fregnir borist af sambærilegum hvörfum Sáda í Ohio, Kaliforníu og í Kanada. Talið er ólíklegt að hægt verði að ná mönnunum aftur til Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin og Sádi-Arabía hafa ekki gert framsalsamning sín á milli.Meðal þess sem þingmenn Oregon eru að skoða er að koma í veg fyrir að erlendum ríkisborgurum sem hafi verið handteknir verði sleppt úr haldi gegn Tryggingu. NBC News ræddu við móður Smart, Fawn Lengvenis, en sjá má umfjöllun þeirra hér að neðan.
Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira