Maradona: FIFA hefur ekkert breyst Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 15:00 Maradona og Infantino eru hættir að knúsast. vísir/getty Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“ FIFA Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Maradona, segir að brotthvarf Sepp Blatter frá FIFA hafi engu breytt. Sambandið sé enn það sama undir stjórn Gianni Infantino. Maradona hætti á dögunum í vinnu fyrir FIFA en hann var hluti af „FIFA legends“. Eitthvað mikið virðist hafa komið upp á því Argentínumaðurinn er brjálaður. „Ég sendi Infantino bréf þar sem ég sagði af mér sem fyrirliði FIFA legends. FIFA hefur ekkert breyst þó svo Blatter sé farinn,“ sagði Maradona svekktur og segist ekki hafa fengið góða meðferð frá alþjóðasambandinu. „Við vorum settir á hótelherbergi með Marco van Basten og öðrum leikmanni. Það var komið fram við okkur eins og við værum litlir hundar. Það var algjört virðingarleysi í okkar garð. Þess vegna hætti ég og nú mun ég segja frá því sem ég veit um þetta nýja FIFA.“ Maradona lét þessi orð falla á blaðamannafundi eftir leik hjá liði sínu, Dorados de Sinaloa. Þar fór Argentínumaðurinn mikinn og skoraði meðal annars á Zvonimir Boban, aðstoðarframkvæmdastjóra FIFA, í hnefaleikabardaga. Einhver misskilningur varð á milli Maradona og Boban á hótelinu þar sem FIFA goðsagnirnar gistu. „Ég vil segja við Boban að ef hann vill líta vel út þá ætti hann að fara í hnefaleikahringinn. Hann hefði ekki átt að koma á hótelið og reiðast. Það versta er að hann var sendur af einhverjum. Sá er Infantino. Ég er ekki tvítugur strákur, ég er 58 ára gamall. Þetta særir mig því ég hafði trú á þessu fólki. Ég geri það ekki lengur.“
FIFA Fótbolti Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira