Skrifaði um stuðningsmenn Liverpool og Knattspyrnufélagið Þrótt í Guardian Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 11:30 Lukkudýr Liverpool. Getty/Robbie Jay Barratt Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Var íslenskt knattspyrnufélag virkilega á milli tannanna á Liverpool fólki í Kop stúkunni á Anfield í vikunni eða hvað er í gangi í athyglisverðri grein í Guardian. Er Liverpool liðið að fara á taugum? Það er stóra spurningin í ensku úrvalsdeildinni eftir að lærisveinum Jürgen Klopp mistókst að ná sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í leiknum á móti Leicester City á Anfield á miðvikudagskvöldið. Liverpool liðið virkaði stressað og ólíkt sjálfu sér stærsta hluta leiksins og taugaspennan var eflaust enn meiri meðal stuðningsmanna liðsins í stúkunni.Í grein Paul Doyle um Liverpool og þennan Leicester leik þá kemur Knattspyrnufélagið Þróttur við sögu. „Eins og þekkt er þá eru stuðningsmenn Liverpool meðal þeirra fróðustu um knattspyrnusöguna sem er ástæðan fyrir því að þá mátti næstum því heyra klið í Kop-stúkunni um „Knattspyrnufélagið Þrótt“ á meðan taugar þeirra voru þandar leiknum á móti Leicester á miðvikudaginn,“ skrifaði Paul Doyle í byrjun greinar sinnar.In today's Fiver: Liverpool, transfer lines and a very Special wedding message https://t.co/UckFnTvzMX — Guardian sport (@guardian_sport) January 31, 2019 Hann hélt svo áfram og útskýrði mál sitt betur: „Flestir sem heyrðu þetta og voru eflaust að hugsa hvað „Þróttur FC“ væri en það er nafn liðsins sem árið 2003 var á toppi íslensku deildarinnar um mitt mót en féll síðan úr deildinni um haustið“ skrifaði Doyle. Paul Doyle segir Liverpool nú ólíklegt til að upplifa þannig örlög enda 42 stigum á undan Cardiff. Hann bendir líka á orð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk sem ráðlagði stuðningsmönnum Liverpool að slaka bara aðeins á og vera rólegir. Þeir þurfi að vera þolinmóðir. Þróttur var í 1. sæti íslensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Fram í 9. umferð 9. júlí 2003. Liðið var með tveimur stigum meira en Fylkir og fjórum stigum meira en KR. Þróttur fékk hins vegar aðeins fjögur stig samtals í síðustu níu leikjum sínum á þessu Íslandsmóti fyrir fimmtán árum og féll síðan á markatölu um haustið. KR varð Íslandsmeistari en liðið fékk 19 stig í síðustu níu leikjunum eða fimmtán stigum meira en Þróttur. Það má lesa þessa fróðlegu grein hér.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira