Vígja hjúkrunarheimili á Nesinu með útsýni í allar áttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 10:09 Hjúkrunarheimilið í vetrarríki. Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“ Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“
Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira