„Kærastan fór að gráta og bróðir minn öskraði og æpti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:30 Nikola Jokic. Getty/Justin Tafoya NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra. NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra.
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira