KFC á Íslandi skiptir um franskar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 10:00 Sitt sýnist hverjum um þær franskar sem boðið hefur verið upp á hjá KFC á Íslandi. KFC Á ÍSLANDI Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. Talsmenn keðjunnar hér á landi segja að þrátt fyrir breytingarnar ættu viðskiptavinir ekki að verða varir við mikinn mun nema þá kannski til hins betra. Saga KFC á Íslandi spannar rúm 38 ár. Skyndibitakeðjan er í dag ein sú stærsta á landinu og rekur átta veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Keflavík. KFC seldi vörur fyrir tæpa 3,1 milljarða króna í fyrra og nam hagnaður keðjunnar um 138 milljónum króna. Þrátt fyrir það virðist það vera nær samdóma álit netverja að frönsku kartöflurnar sem fylgja réttum KFC séu ekki í fremstu röð. Í því samhengi má nefna að kartöflur KFC rötuðu ekki á blað þegar spurt var um bestu frönsku kartöflur á Íslandi í upphafi árs.Fór í lúgu á KFC. Gæinn á undan mér pantaði sér þrjá stóra skammta af frönskum. Greinilega ekki fengið memóið um að það eru verstu franskar landsins.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) October 8, 2018 Af hverju getur KFC ekki verið með góðar franskar? #stórumálin— Hörður Ágústsson nýtt (@horduragustsson) November 28, 2016 Jæja nú er kominn tími til að ríkisstjórnin skipi nefnd sem rannsakar hversvegna í andskotanum KFC er ennþá að selja svona vondar franskar— Martin Sindri (@martinsindri) May 10, 2017 Hversu vondar eru franskarnar frá KFC samt? Er þetta eitthvað plot hjá þeim?Hlýtur að vera viljandi, það gerir enginn vondar franskar óvart— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) November 20, 2013 Fór á KFC og Metro því Kenny franskar eru vondar— Auður Arna (@auddabo) May 14, 2014 Ætlar KFC ekkert að fara að skipta um franskar????? #maísístaðinnfyrirfranskar #pirrarmig— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) March 29, 2012 Matarrýnir Viðskiptablaðsins, sem nú er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var á sama máli árið 2014. Frönsku kartöflurnar væru þurrar og bragðlitlar. „Staðurinn fengi fjórar stjörnur af fimm ef ekki væri fyrir franskarnar,“ skrifaði Lára Björg Björnsdóttir.KFC á Íslandi hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu, að sögn Kristínar Helgadóttur hjá KFC. Frönsku kartöflurnar hafi þannig verið „heit kartafla hér um árið,“ eins og Kristín orðar það, án þess þó að nefna ár í því samhengi. Þetta hafi orðið til þess að ákveðið var að skipta um frönskubirgja á sínum tíma. Síðan þá hafa keðjunni ekki borist neinar kvartanir að sögn Kristínar.Nú stendur til að skipta aftur um birgja og um leið bjóða upp á aðrar franskar kartöflur á KFC. Kristín segir að ákvörðunin um að skipta um framleiðanda sé tekin í kjölfar útboðs í Evrópu. „KFC á Íslandi og í Evrópu vinnur eftir mjög ströngum gæðakröfum en hluti af gæðaeftirlitinu er að fara reglulega í útboð til að tryggja viðskiptavinum okkar bæði gæði og gott verð,“ segir Kristín til útskýringar. Aðdáendur fyrri kartafla ættu þó ekki að örvænta. Gísli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi KFC, segir að nýr framleiðandi muni bjóða upp á franskar kartöflur sem svipi algjörlega til þeirra sem fyrir voru á KFC. Því ættu neytendur ekki að finna mun að sögn Gísla. Kristín tekur í sama streng, viðskiptavinir ættu ekki finna fyrir þessum breytingum „nema þá kannski til hins betra.“ Hvorki Gísli né Kristín gáfu upp í samskiptum við Vísi hvenær búast má því að hinar nýju kartöflur rati í útibú KFC á Íslandi. Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um bestu franskar landsins Franskar eru líklega eitt vinsælasta meðlæti heims og sumstaðar litið á franskar sem aðalrétt. 10. janúar 2019 10:30 Keyptu á KFC fyrir 3 milljarða Alls nam vörusala keðjunnar tæpum 3,1 milljarði króna í fyrra og jókst hún um sex prósent á milli ára. 25. ágúst 2018 10:00 Domino's með fimmtung markaðarins Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. 3. janúar 2019 15:37 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Skyndibitakeðjan KFC á Íslandi mun innan tíðar reiða fram franskar kartöflur frá nýjum framleiðanda. Talsmenn keðjunnar hér á landi segja að þrátt fyrir breytingarnar ættu viðskiptavinir ekki að verða varir við mikinn mun nema þá kannski til hins betra. Saga KFC á Íslandi spannar rúm 38 ár. Skyndibitakeðjan er í dag ein sú stærsta á landinu og rekur átta veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Keflavík. KFC seldi vörur fyrir tæpa 3,1 milljarða króna í fyrra og nam hagnaður keðjunnar um 138 milljónum króna. Þrátt fyrir það virðist það vera nær samdóma álit netverja að frönsku kartöflurnar sem fylgja réttum KFC séu ekki í fremstu röð. Í því samhengi má nefna að kartöflur KFC rötuðu ekki á blað þegar spurt var um bestu frönsku kartöflur á Íslandi í upphafi árs.Fór í lúgu á KFC. Gæinn á undan mér pantaði sér þrjá stóra skammta af frönskum. Greinilega ekki fengið memóið um að það eru verstu franskar landsins.— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) October 8, 2018 Af hverju getur KFC ekki verið með góðar franskar? #stórumálin— Hörður Ágústsson nýtt (@horduragustsson) November 28, 2016 Jæja nú er kominn tími til að ríkisstjórnin skipi nefnd sem rannsakar hversvegna í andskotanum KFC er ennþá að selja svona vondar franskar— Martin Sindri (@martinsindri) May 10, 2017 Hversu vondar eru franskarnar frá KFC samt? Er þetta eitthvað plot hjá þeim?Hlýtur að vera viljandi, það gerir enginn vondar franskar óvart— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) November 20, 2013 Fór á KFC og Metro því Kenny franskar eru vondar— Auður Arna (@auddabo) May 14, 2014 Ætlar KFC ekkert að fara að skipta um franskar????? #maísístaðinnfyrirfranskar #pirrarmig— Ómar Ingi (@OmarIngiGud) March 29, 2012 Matarrýnir Viðskiptablaðsins, sem nú er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var á sama máli árið 2014. Frönsku kartöflurnar væru þurrar og bragðlitlar. „Staðurinn fengi fjórar stjörnur af fimm ef ekki væri fyrir franskarnar,“ skrifaði Lára Björg Björnsdóttir.KFC á Íslandi hefur ekki farið varhluta af þessari umræðu, að sögn Kristínar Helgadóttur hjá KFC. Frönsku kartöflurnar hafi þannig verið „heit kartafla hér um árið,“ eins og Kristín orðar það, án þess þó að nefna ár í því samhengi. Þetta hafi orðið til þess að ákveðið var að skipta um frönskubirgja á sínum tíma. Síðan þá hafa keðjunni ekki borist neinar kvartanir að sögn Kristínar.Nú stendur til að skipta aftur um birgja og um leið bjóða upp á aðrar franskar kartöflur á KFC. Kristín segir að ákvörðunin um að skipta um framleiðanda sé tekin í kjölfar útboðs í Evrópu. „KFC á Íslandi og í Evrópu vinnur eftir mjög ströngum gæðakröfum en hluti af gæðaeftirlitinu er að fara reglulega í útboð til að tryggja viðskiptavinum okkar bæði gæði og gott verð,“ segir Kristín til útskýringar. Aðdáendur fyrri kartafla ættu þó ekki að örvænta. Gísli Jón Jónsson, upplýsingafulltrúi KFC, segir að nýr framleiðandi muni bjóða upp á franskar kartöflur sem svipi algjörlega til þeirra sem fyrir voru á KFC. Því ættu neytendur ekki að finna mun að sögn Gísla. Kristín tekur í sama streng, viðskiptavinir ættu ekki finna fyrir þessum breytingum „nema þá kannski til hins betra.“ Hvorki Gísli né Kristín gáfu upp í samskiptum við Vísi hvenær búast má því að hinar nýju kartöflur rati í útibú KFC á Íslandi.
Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um bestu franskar landsins Franskar eru líklega eitt vinsælasta meðlæti heims og sumstaðar litið á franskar sem aðalrétt. 10. janúar 2019 10:30 Keyptu á KFC fyrir 3 milljarða Alls nam vörusala keðjunnar tæpum 3,1 milljarði króna í fyrra og jókst hún um sex prósent á milli ára. 25. ágúst 2018 10:00 Domino's með fimmtung markaðarins Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. 3. janúar 2019 15:37 Mest lesið „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Skiptar skoðanir um bestu franskar landsins Franskar eru líklega eitt vinsælasta meðlæti heims og sumstaðar litið á franskar sem aðalrétt. 10. janúar 2019 10:30
Keyptu á KFC fyrir 3 milljarða Alls nam vörusala keðjunnar tæpum 3,1 milljarði króna í fyrra og jókst hún um sex prósent á milli ára. 25. ágúst 2018 10:00
Domino's með fimmtung markaðarins Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. 3. janúar 2019 15:37