Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. febrúar 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða málin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Það hefur ekkert fallið skuggi á okkar samstarf og það hefur bara styrkst ef eitthvað er. Ef við færum í sundur þá myndi það veikja gríðarlega stöðu þessara félaga. Ég á frekar von á því að fleiri félög bætist við heldur en að þessi samstaða fari eitthvað að sundrast,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stöðuna hjá stéttarfélögunum fjórum sem eiga í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir heimildarmönnum blaðsins að hagsmunir félaganna væru það ólíkir að erfitt gæti reynst að klára kjarasamninga í samfloti. Ragnar Þór segir að vissulega geti kröfur félagsmanna í þessum félögum verið jafn mismunandi og þær eru margar. „En við gerum okkur líka grein fyrir því að við þurfum að hjálpast að við að ná fram kröfum hvers annars. Það eru margir sameiginlegir fletir í kröfugerðunum og mörg sameiginleg hagsmunamál. Þar er drepið niður á mörg brýnustu hagsmunamál allra þessara hópa, bæði hinna tekjuhærri og þeirra tekjulægri.“Sjá einnig: „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af því að upp komi sú staða að velja þurfi milli leiða eða aðgerða sem gagnist ólíkum hópum misvel. „Það er alveg á kristaltæru að við munum aldrei koma þannig stöðu upp á milli okkar að þurfa að taka afstöðu til þess að sópa eitthvað meira að einum hópi eða einu félagi frekar en öðru. Sú sviðsmynd mun einfaldlega ekki koma upp.“ Forsetateymi ASÍ mun funda með stjórnvöldum í dag og vonast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að þar fáist skýr svör varðandi aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. „Það liggur fyrir að ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við teljum að geti leyst málin þá munum við slíta viðræðum á fimmtudaginn. Það er allavega ljóst að það mun draga til einhverra tíðinda fyrir vikulok. Vonandi náum við að púsla þessu saman með þeim hætti að við getum farið að loka þessu,“ segir Ragnar Þór. Ragnar Þór telur að félagsmenn sínir sætti sig ekki við tilboð SA um 2,5 prósenta launahækkun á sama tíma og efsta lag samfélagsins skammti sér 45 til 80 prósenta afturvirka hækkun. „Það væri algjör óþarfi að leggja það í dóm félagsmanna. Niðurstaðan yrði augljós.“ Starfsgreinasambandið (SGS) bíður einnig niðurstöðu um aðkomu stjórnvalda og hefur væntingar til þess að þar komi fram hugmyndir eða tillögur sem stuðlað geti að samningum. Viðræðunefnd SGS mun funda síðar í dag en hún hefur umboð til að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara á næstu dögum sé ástæða til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 „Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21 Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. 18. febrúar 2019 12:21
Stemmning fyrir verkföllum í mars Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum 17. febrúar 2019 22:15