Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar. Vinnumarkaður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn vegna málsins í dag. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena hafi veriðí nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Mennirnir segjast ekki hafa fengið greidd rétt laun og bjuggu mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borguðu hátt leigverð, sem dregið var af launum þeirra. Mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins kom saman í annað sinn í dag vegna málsins til að ræða næstu skref. Nú er Reykjavíkurborg einnig komin í málið, en þar sem ekki er hægt að hafa lögheimili skráð í atvinnuhúsnæði voru allir mennirnir sem skráð lögheimili í húsi í miðbæ Reykjavíkur. Á fundinum var ákveðið að Kópavogsbær myndi útvega mönnunum húsnæði í viku í viðbót en borgin tæki svo við.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri stéttarfélagsins EflingarVísir/Stöð 2Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta málsins snúa aðþví að sanna að nauðung. Grunur sé um að brotið hafi verið á fólkinu langt umfram hefðbundin launasvik. „Það er ekki að ástæðulausu að mansalsteymi hafi verið kallað saman til að fjalla um þetta mál. Þetta er óeðlilegt hvernig menn virðast vera beittir þvingunum um að vera hent út úr húsnæði sínu og annað,“ segir Viðar. Það séu þessi tengsl milli ráðningarsambandsins og húsnæðis sem geti skapað nauðung. Mennirnir komi hingað til lands og séu algjörlega á framfæri atvinnurekanda, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Viðar segir að Efling fari fram á það í kröfugerð sinni að settar verði takmarkanir á umrædd tengsl. Þá sé þess einnig krafist að sett verði inn sektarákvæði svo að hægt verði að sekta aðila sem ítrekað svíki menn um laun. „Ef ekki svíkja þau um laun þá finna einhverjar aðrar nýstárlegri leiðir til að kúga fólk,“ segir Viðar og bætir við að forsvarsmenn starfsmannaleigunnar Menn í vinnu hafi áður verið með starfsmannaleigu sem hét Verkleigan og segir hann ástæðu þess að fyrirtækið hafi farið í gjaldþrot vera áttatíu launakröfur Eflingar á hendur því á síðara ári. Viðar segir mál af þessum toga fátíð á íslenskum vinnumarkaði. „Við höfum vissulega farið með svona mál fyrir dóm og unnið þau en að sjá þetta á þessum skala þar sem þetta er útgerð þar sem tugir manna eru fluttir til landsins trekk í trekk er eitthvað sem kallar á viðeigandi aðgerðir,“ segir Viðar.
Vinnumarkaður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Sjá meira