„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:00 Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. Stafrænt kynferðisofbeldi er þegar einhvern birtir, dreifir, geymir eða hótar að dreifa texta og/eða myndefni þar sem manneskja er sýnd nakin eða á kynferðislegan hátt gegn vilja hennar en María hefur framkvæmt rannsókn og greint mál og dóma sem hafa komið á borð Íslenska réttarkerfisins. Á málþingi sem fram fór í dag benti hún á að lagabreytingar séu nauðsynlegar. „Hluti af því sem ég legg til í dag eru bæði úrbætur á löggjöfinni en líka stefnumótandi aðgerðir. í því felst fyrst og fremst fræðsla og forvarnir. Mikilvægt að gæta þess að það sé ekki bara gagnvart börnum eða ungu fólki. Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk,“ segir hún. Hún segir að við séum ekki samanburðarhæf við þau lönd sem við viljum gjarnar miða okkur við, eins og staðan er í dag. „Þegar maður horfir á regluverkið í öðrum löndum, sérstaklega þessum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá hefur á síðustu árum verið gripið til lagasetningar til þess að bregðast við svona brotum. Þegar maður ber saman íslensku ákvæðin sem hafa verið notuð og sér að það er líka óskýr dómaframkvæmd, ber það saman við þessi ákvæði sem eru erlendis og hafa verið sett undanfarið þá stöndumst við ekki samanburð,“ bendir hún á.Bæta þarf þjálfun og verkferla Hún leggur til heildstæða nálgun á málaflokkinn og segir ákall eftir því. Hún leggur til nýtt ákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi sem er 199. grein almennra hegningarlaga, breytingu á 2. málsgrein 83. Greinar sakamálalaga og að rannsóknar úrræði verði tryggð og endurskoðun á ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Einnig þurfi stefnumótandi aðgerðir á borð við aldursmiðaða fræðslu og forvarnir, aðstoð við þolendur fari í markvissan farveg og úrbætur á meðferð mála í réttarvörslukerfinu verði skoðað. „Sem hluti af rannsókninni þá hef ég tekið viðtöl við lögreglufólk og ákærendur. Til að fá skynjun á hvernig þetta er að virka í framkvæmd, ekki bara horft á lögfræðina. Það er alveg ljóst að það er ákall innan úr kerfinu að fá betri fræðslu, þjálfun og bæta verkferla. Svo þetta er ekki bara mín tilfinning og ekki bara rannsóknirnar heldur líka raddirnar innan úr kerfinu sem kalla á þetta,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira