Karl og kona fórust í þyrluslysi í Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 09:57 Frá björgunaraðgerðum í nótt. Mynd/Rauði krossinn Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins. Noregur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Karl og kona á fimmtugsaldri fórust í þyrluslysi við Røldalsfjall í Hörðalandi suðvesturhluta Noregs síðdegis í gær. Margir klukkutímar liðu frá því að þyrlan tók á loft og þangað til flak hennar fannst í nótt. Norskir fjölmiðlar greina frá því að þyrlan hafi tekið á loft um klukkan 14:30 að staðartíma, eða um klukkan 13:30 að íslenskum tíma, frá Røldal í gær. Þyrlan, sem er af gerðinni Robinson 44, var á leið til Karmeyjar þegar hún brotlenti í hlíðum Røldalsfjalls. Þá er haft eftir Edvard Middelthon, formanni aðgerðastjórnar á svæðinu, að flugið hafi ekki verið tilkynnt flugmálayfirvöldum. Middelthon segir slíkt ekki ólöglegt en það hafi þó gert það að verkum að viðbragðsaðilar voru lengur að athafna sig en ella. Þannig tók lengri tíma að staðsetja þyrluna og komast að henni. Gönguhópar auk björgunarmanna á snjósleðum og þyrlum tóku þátt í björgunaraðgerðum.Sendu aðstandendum SMS Flak þyrlunnar fannst loks klukkan þrjú í nótt að staðartíma, eða um klukkan tvö að íslenskum tíma, en hún hafði brotlent í brattri hlíð Røldalsfjalls. Tveir voru um borð í þyrlunni, karl og kona á fimmtugsaldri, og voru þau bæði úrskurðuð látin skömmu eftir að flakið fannst. Fjölskyldum fólksins hefur verið gert viðvart og þá hafa líkin verið flutt á sjúkrahúsið í bænum Odda. Aðstandendur hinna látnu tilkynntu mögulegt slys til lögreglu skömmu fyrir klukkan tíu að norskum tíma í gær eftir að fólkið skilaði sér ekki á áfangastað. Norska dagblaðið VG greinir frá því að fólkið í þyrlunni hafi átt í SMS-samskiptum við skyldmenni um tíu mínútum eftir að þyrlan tók á loft og því voru björgunaraðgerðir miðaðar við svæði í grennd við Røldal. Middelthon sagði í morgun aðspurður að ekki væri tímabært að segja nokkuð til um tildrög slyssins.
Noregur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira