Dagskrárvald í umhverfismálum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun