Dagskrárvald í umhverfismálum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stundum er talað um það hversu ólíkir flokkar Sjálfstæðisflokkur og VG séu. Það má vissulega til sanns vegar færa, þótt við hin eigum stundum erfitt með að koma auga á muninn, til dæmis varðandi auðlindagjald. Munurinn er meðal annars þessi: Sjálfstæðismenn myndu aldrei samþykkja að Andri Snær Magnason yrði forstjóri Landsvirkjunar en þingmenn og ráðherrar VG láta sér vel líka að Jón Gunnarsson skuli orðinn að formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Rétt eins og Andri Snær er nokkurs konar persónugervingur umhverfisverndarsinna á Íslandi er Jón Gunnarsson í hugum margra eindregnasti stóriðjusinni landsins, svarinn andstæðingur umhverfisverndarsjónarmiða gegnum tíðina. Hann hefur um árabil verið ódeigur að stíga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir því sem hann kallar „nýtingarstefnu“. Hann er lítill talsmaður ósnortinnar náttúru en þeim mun hrifnari af „snortinni“ náttúru, manngerðum stöðum í náttúrunni; talar til dæmis í blaðagrein frá árinu 2008 um Bláa lónið og Kárahnjúkavirkjun sem helstu náttúruperlur landsins – nefnir reyndar Hellisheiði í þingræðu árið 2009 í þessu samhengi líka, sem vinsælan ferðamannastað, þó ekki verði sjálfsagt margir til að deila aðdáun hans á röraferlíkjunum þar. Árið 2011 stakk Jón upp á því að leggja niður umhverfisráðuneytið og hafa um málefni þess deildir í „atvinnuvegaráðuneytunum“. Hann hefur ítrekað viljað breyta rammaáætlun. Hvalveiðar eru honum beinlínis hjartans mál. Formenn fastanefnda Alþingis geta haft mikil völd og eins og áformin um vegaskatta sýna er Jón seigur að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Og nú hafa þau í VG afhent Jóni Gunnarssyni dagskrárvaldið í umhverfismálum á Alþingi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar