Ákall æskunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst!
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun