Alvarlegustu slysin verða á ljósastýrðum gatnamótum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 12:30 Jón Gunnarsson sem var einn af þremur þingmönnum sem mættu á opinn fund í Hveragerði nýlega til að ræða samgöngumál, auk forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Magnús Hlynur Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“ Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“
Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira