Þyngdi dóm yfir manni vegna banaslyss á Öxnadalsheiði Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2019 10:50 Frá vettvangi slyssins. RNSA Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum. Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að hafa valdið banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 og dæmdi ákærða í níu mánaða fangelsi. Maðurinn hafði verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2018 en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Slysið sem um ræðir átti sér stað þann 24. júní árið 2016 en maðurinn olli þá þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja og var niðurstaða lyfjarannsóknar sú að ökumaðurinn hafi ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutæki. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að veður hafi verið gott þegar slysið varð, lítill vindur, bjart og þurrt. Vitni sem óku sömu leið lýstu því að maðurinn hafi ekið gáleysislega fram úr öðrum bílum og verið á miklum hraða. Niðurstaða harðaútreiknings bendir til þess að hraði bifreiðarinnar hafi verið um 144 kílómetrar á klukkustund rétt fyrir slysið. Ákærði játaði brot sitt og þótti nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með vísan til forsendna í hinum áfrýjaða dómi þótti hæfileg refsing vera níu mánaða fangelsi og ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Þá var ökumaðurinn jafnframt sviptur ökuréttindum.
Dómsmál Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira