Nýtti tímann vel með Pompeo: „Við vorum sammála um að vera ósammála“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“ Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nýtti tímann sinn með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslands er varðar loftslagsmál, málefni norðurslóða og kjarnorkuafvopnun í heiminum. Katrín tók á móti Pompeo í Ráðherrabústaðnum. Um var að ræða kurteisisheimsókn sem varði einungis í tuttugu mínútur. Katrín segir í samtali við fréttastofu að drjúgum tíma hefði verið varið í að ræða loftslagsmál enda ljóst ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna nálgast málaflokkinn og vandamál sem af hlýnun jarðar hlýst með afar ólíkum hætti. Bandaríkin eru annar stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. „Við erum auðvitað ekki á sömu blaðsíðu, þessar þjóðir,“ segir Katrín.Þú hefur ekki náð að telja honum hughvarf?„Nei en ég gerði mitt besta til þess. Þetta endaði með því að við vorum sammála um að vera ósammála um þessi mál. Við rökræddum þetta aðeins, Parísarsáttmálann og hvaða aðferðir væru vænlegastar til árangurs,“ segir Katrín. Kjarnorkuafvopnun bar auk þess á góma á fundi ráðherrranna en Katrín segir að spjallið hefði verið ákveðið framhald af máli hennar á fundi Atlantshafsbandalagsins NATO sem fór fram í sumar. „Ég vildi bara aðeins ítreka okkar sjónarmið í þessu að það sé mjög mikilvægt að fara aftur á þá braut að fækka kjarnorkuvopnum en ekki fjölga. Það eru auðvitað blikur á lofti með þennan sáttmála milli Rússlands og Bandaríkjanna sem er í uppnámi þannig að við rædudm aðeins þau mál,“ segir Katrín. Hún spjallaði þá einnig um málefni Norðurslóða en Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Katrín greindi honum frá áherslum íslenskra stjórnvalda í málefnum norðurslóða og undirstrikaði mikilvægi umhverfissjónarmiða. Aðspurð segir Katrín að það séu mikil tækifæri fólgin í því að fá að ræða áherslur Íslendinga við leiðtoga annarra þjóða. „Grundvallaratriðið í utanríkisstefnu Íslands er að stuðla að friðsamlegum lausnum þannig að það er mikilvægt að tala fyrir því hvert sem við förum. Það er sömuleiðis mikilvægt að loftslagsmálin séu alltaf á dagskrá á öllum alþjóðavettvangi.“
Alþingi Bandaríkin Loftslagsmál Utanríkismál Tengdar fréttir Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07 Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. 15. febrúar 2019 16:07
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10
Guðlaugur Þór og Pompeo ræddu viðskipti og varnarmál Pompeo kynnir sér síðan starfsemi Landhelgisgæslunnar. 15. febrúar 2019 13:11