Talið að maður sem drukknaði hafi siglt á staur Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 16:27 Bátur mannsins við Vogarbakka þar sem hann fannst mannlaus og í gangi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líklegt að maður sem drukknaði í sjónum við Vatnagarða í Reykjavík í fyrra hafi siglt slöngubát sínum á staur. Maðurinn var á sextugsaldri en hann fannst látinn að morgni 20. apríl í fyrra. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar var maðurinn ekki í björgunarvesti og ölvaður. Maðurinn hafði verið að fara yfir vélbúnað bátsins og sjósett hann eftir vetrargeymslu. Eftir sjósetningu fór hann í prufusiglingu rétt fyrir miðnætti 19. apríl í fyrra á bátnum frá Snarfahöfn og um Kleppsvíkina. Menn sem þekktu til viðgerðaraðilans fóru að lengja eftir honum og hófu að svipast um eftir honum um stund á bátalæginu og við viðlegukanta þegar hann hafði ekki skilað sér. Fóru þeir síðan til leitar á bát út frá Snarfarahöfn og fundu þeir bátinn mannlausan í gangi við bryggju Samskipa við Vogabakka. Höfðu þeir þá samband við lögreglu en þá var kl. 01:17. Nokkrar ákomur voru á bátnum og slöngur rifnar að framan. Leit var þegar hafin að bátsverjanum og fannst hann látinn í sjónum um kl. 05:15 u.þ.b. 200 metra frá landi og talsvert vestar frá siglingasvæði hans. Útfall var á svæðinu þegar og eftir að atvikið varð.Staurinn og ákomurnar á hann vinstra megin.Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Á siglingunni er líklegt að báturinn hafi lent utan í staur - ljósmerki áður en hann breytir um stefnu og stöðvast við bryggjuna á Vogabakka.Ekki er fullvíst hvar bátsverjinn féll fyrir borð en líklegt að það hafi verið við staurinn, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Við rannsókn málsins kom fram að þegar að var komið fannst bifreið hins látna í ganga á athafnasvæði Snarfara. Þegar báturinn fannst mannlaus við Vogabakka voru yfirbreiðslur yfir sætum og hlífðarglugga á mælaborði. Við skoðum var ljóst að bátsverjinn hefði þurft að hafa hendur á stjórntökum og stýri undir yfirbreiðslunni. Til að sjá yfir yfirbreiðsluna á siglingunni hefði hann jafnframt orðið að standa við stjórntökin.Rannsóknin leiddi einnig í ljós að maðurinn var ekki í björgunarvesti á siglingu en samkvæmt krufningarskýrslu var dánarorsök hans drukknun en einnig kom fram í skýrslunni að hann hafi verið ölvaður. Reykjavík Tengdar fréttir Karlmaður fannst látinn í sjónum Farið var að óttast um afdrif mannsins eftir að bátur hans fannst mannlaus neðan við athafnasvæði Samskipa í Kjalarvogi. 20. apríl 2018 09:39 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líklegt að maður sem drukknaði í sjónum við Vatnagarða í Reykjavík í fyrra hafi siglt slöngubát sínum á staur. Maðurinn var á sextugsaldri en hann fannst látinn að morgni 20. apríl í fyrra. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar var maðurinn ekki í björgunarvesti og ölvaður. Maðurinn hafði verið að fara yfir vélbúnað bátsins og sjósett hann eftir vetrargeymslu. Eftir sjósetningu fór hann í prufusiglingu rétt fyrir miðnætti 19. apríl í fyrra á bátnum frá Snarfahöfn og um Kleppsvíkina. Menn sem þekktu til viðgerðaraðilans fóru að lengja eftir honum og hófu að svipast um eftir honum um stund á bátalæginu og við viðlegukanta þegar hann hafði ekki skilað sér. Fóru þeir síðan til leitar á bát út frá Snarfarahöfn og fundu þeir bátinn mannlausan í gangi við bryggju Samskipa við Vogabakka. Höfðu þeir þá samband við lögreglu en þá var kl. 01:17. Nokkrar ákomur voru á bátnum og slöngur rifnar að framan. Leit var þegar hafin að bátsverjanum og fannst hann látinn í sjónum um kl. 05:15 u.þ.b. 200 metra frá landi og talsvert vestar frá siglingasvæði hans. Útfall var á svæðinu þegar og eftir að atvikið varð.Staurinn og ákomurnar á hann vinstra megin.Rannsóknarnefnd samgönguslysa.Á siglingunni er líklegt að báturinn hafi lent utan í staur - ljósmerki áður en hann breytir um stefnu og stöðvast við bryggjuna á Vogabakka.Ekki er fullvíst hvar bátsverjinn féll fyrir borð en líklegt að það hafi verið við staurinn, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Við rannsókn málsins kom fram að þegar að var komið fannst bifreið hins látna í ganga á athafnasvæði Snarfara. Þegar báturinn fannst mannlaus við Vogabakka voru yfirbreiðslur yfir sætum og hlífðarglugga á mælaborði. Við skoðum var ljóst að bátsverjinn hefði þurft að hafa hendur á stjórntökum og stýri undir yfirbreiðslunni. Til að sjá yfir yfirbreiðsluna á siglingunni hefði hann jafnframt orðið að standa við stjórntökin.Rannsóknin leiddi einnig í ljós að maðurinn var ekki í björgunarvesti á siglingu en samkvæmt krufningarskýrslu var dánarorsök hans drukknun en einnig kom fram í skýrslunni að hann hafi verið ölvaður.
Reykjavík Tengdar fréttir Karlmaður fannst látinn í sjónum Farið var að óttast um afdrif mannsins eftir að bátur hans fannst mannlaus neðan við athafnasvæði Samskipa í Kjalarvogi. 20. apríl 2018 09:39 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Karlmaður fannst látinn í sjónum Farið var að óttast um afdrif mannsins eftir að bátur hans fannst mannlaus neðan við athafnasvæði Samskipa í Kjalarvogi. 20. apríl 2018 09:39