Hvorki Margrét Lára né nokkur önnur örugg með sæti í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2019 14:30 Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. vísir/getty Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, valdi í 23 leikmenn sem fara á hið árlega Algarve-mót í Portúgal þar sem mörg af bestum liðum heims koma saman. Jón Þór tók við liðinu af Frey Alexanderssyni fyrir áramót og stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leik á móti Skotlandi í æfingaleik á La Manga í janúar en nú er það fyrsta stóra verkefnið. „Við áttum frábæra ferð til La Manga í janúar og vorum gríðarlega ánægð með þá ferð. Við spiluðum þar á móti Skotlandi og náðum að æfa vel fyrir þann leik. Þar kom hópurinn fyrst saman og við funduðum mikið,“ segir Jón Þór. „Við vorum mjög ánægðir með stemninguna í hópnum og hvernig hópurinn tók í allt saman. Stelpurnar æfðu líka vel. Það var fyrsta ferðin en þetta er fyrsta stóra verkefnið og er mikilvægt fyrir haustið. Við leggjum upp með það að halda áfram og fylgja eftir góðri ferð til La Manga.“ Íslenska liðið mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppninni á Algarve og fær svo leik um sæti þannig í heildina fær Jón Þór þrjá leiki til að leyfa öllum að spila og sjá hvaða leikmenn henta honum og hverjir ekki.Jón Þór Hauksson ásamt Ólafi Péturssyni, markvarðaþjálfara, á fundinum í dag.vísir/sigurjón„Við viljum halda áfram að þróa okkar leik ásamt því að prófa nýja hluti og spila á fleiri leikmönnum. Úti á La Manga spiluðum við bara einn leik með sex skiptingar en nú fáum við fleiri leiki og getum leyft fleirum að spila,“ segir hann. Landsliðsþjálfarinn kom á óvart með því að velja ekki Söndru Maríu Jessen í hópinn fyrir leikinn gegn Skotlandi en hún er inni núna. Að þessu sinni valdi hann ekki Fanndísi Friðriksdóttur sem var óánægð með að fara ekki með. Jón Þór tekur inn Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár vegna meiðsla en hann ætlar að sjá hvar hún stendur á þessu stigi fótboltans. Hún á ekki gefin farseðil í næsta hóp nema að hún standi sig vel þrátt fyrir allt sem hún hefur afrekað. „Að sjálfsögðu ekki. Það er ekkert gefið í þessu, hvorki með hana né nokkurn annan leikmann. Við erum að þróa okkar leik og okkar hóp. Við erum að skoða mikið af leikmönnum og það eru margir sem að fá tækifæri,“ segir Jón Þór. „Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að sýna fram á það, að hann eigi heima í landsliðshópnum. Við erum bara spennt fyrir því að sjá það,“ segir Jón Þór Hauksson. Allt viðtalið má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Þór - Ekkert gefið í þessu
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45 Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00 Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Svona var fundur Jóns Þórs í Laugardalnum Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, valdi hópinn sem spilar á Algarve-mótinu lok febrúar. 15. febrúar 2019 12:45
Dagný og Margrét Lára snúa aftur í landsliðið Jón Þór Hauksson valdi hópinn fyrir Algarve-bikarinn. 15. febrúar 2019 13:00
Fanndís ósátt að fara ekki með til Algarve Fanndís Friðriksdóttir er ekki í landsliðshópnum sem fer á Algarve-mótið. 15. febrúar 2019 13:52
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð