Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 13:15 Albertína Friðbjörg varaformaður atvinnuveganefndar segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær. Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi.Norska fyrirtækið Salmar hyggst eignast Arnarlax að fullu Fram hefur komið að norska fyrirtækið Salmar hyggist kaupa fiskeldisfyrirtækið Arnarlax að fullu en í gær kom fram í norsku Kauphöllinni að það hefði aukið hlut sinn í Arnarlaxi og hann væri nú 54.2%. Meðal seljenda voru Fiskisund sem áttu samkvæmt hluthafaskrá Arnarlax um 8,4% í fyrirtækinu. Hluthafar í Fiskisundi fengu samkvæmt umfjöllun í Stundinni einn komma sjö milljarð króna fyrir sinn hlut í Arnarlaxi. Stjórnendur Arnarlax sögðu í samtali við fréttastofu í gær að eignarhald Salmar skapi stöðugleika en fyrirtækið er metið á tuttugu og einn milljarð króna. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund umhverfissjóðsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi séu orðin gríðarlega dýr í Noregi. Ríkið fengi milljarð 2023 Í þessum mánuði eru frumvörp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku vegna nýtingar eldissvæða og breytingar á lögum um fiskeldi á málaskrá Alþingis. Í frumvarpsdrögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda kemur meðal annars fram að gjaldtaka ríkisins vegna fiskeldis gæti orðið einn milljarður árið 2023.Mikilvægt að einhenda sér í að ákveða lög og reglur um fiskeldi Albertína Friðbjörg Elíasdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir brýnt að málið komist sem fyrst á dagskrá Alþingis. „Við höfum verið að kalla eftir frumvörpunum frá ráðherra sem eru ekki enn komin fram. Þó þau séu komin í samráðsgáttina. En það er löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi,“ segir Albertína. Hún segir þróunina í fiskeldi hér á landi hraða og því mikilvægt að málið fái forgang á Alþingi. „Mér sýnist ráðherra að vinna í þessu en auðvitað hefði maður viljað sjá þessi mál fyrir löngu inná þinginu. Svona stór frumvörp og svona miklar breytingar þurfa mikla umræðu í þinginu og það er gríðarlega mikilvægt að einhenda okkur í þessa löggjöf,“ segir Albertína. Segja gjald ótímabært og íþyngjandi Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax er meðal þeirra hátt í tuttugu sem eru með umsögn við frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra en í umsögn Þorsteins Mássonar fyrir hönd Arnarlax eru gerðar ýmsar athugasemdir við frumvarpið og kemur meðal annars fram að gjaldtaka sé íþyngjandi og ótímabær.
Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda