Allt að 35% þeirra sem fá kulnun í starfi hafa ekki náð sér samkvæmt nýrri rannsókn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. febrúar 2019 11:52 Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknardeildar Gautaborgar á málþingi um kulnun í starfi. Vísir/Sigurjón Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vinnumarkaður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira
Allt að þrjátíu og fimm prósent þeirra sem hafa leitað sér aðstoðar vegna kulnunar í starfi hafa ekki náð sér sjö árum eftir að einkenni komu upp. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn. Kulnun í starfi er vaxandi samfélagslegur vandi og áríðandi að stjórnvöld og atvinnurekendur bregðist við með öflugra forvarnarstarfi. BSRB stóð fyrir málþingi um kulnun, álag og starfsumhverfi nú fyrir hádegi en þar stóð Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem nú er í vinnslu. „Helstu niðurstöður hvað varðar sjúklinga sem að hafa orðið fyrir kulnun eru áhyggjuefni mundi ég segja vegna þess að við höfum verið að fylgja eftir sjúklingum í sjö ár eftir að þeir sóttu hjálpar í heilbrigðiskerfinu og við erum að sjá að hluti þessa fólks, 30 til 35% eru bara ekki búin að ná sér,“ segir Ingibjörg. Rannsóknin er unnin í Svíþjóð og segir Ingibjörg að hjá þessum hópi sé þreytan enn til staðar og snýr rannsóknin meðal annars að því að rannsaka starfsemi heilans. Hægt sé að skipta þeim sem fá kulnun í starfi í tvo hópa. „Það verður að aðskilja þennan tiltölulega litla hóp þar sem að við erum að tala um veikt fólk, þar sem að hefur orðið veruleg áhrif á heilastarfsemi og þú ert bara ekki að virka sem einstaklingur og þennan stóra hóp sem hefur mikið að gera, er með streitueinkenni og kannski komið með svefntruflanir. Það er ekki heilbrigðisþjónustan heldur þar þarf fólk að huga að sínu lífi og starfsaðstæðum,“ segir Ingibjörg. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða á vinnustöðum. „Það er ekkert ein lausn sem hentar öllum. Það er skylda atvinnurekenda að framkvæma áhættumat til þess að tryggja að fólki líði vel bæði andlega og líkamlega í vinnunni það er það sem við viljum sjá,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Vinnumarkaður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Sjá meira