Staða kjaraviðræðna gæti skýrst á fundi með stjórnvöldum í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 11:24 Frá fundi verkalýðsfélaganna í morgun áður en haldið var á fund með SA hjá ríkissáttasemjara. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög. Kjaramál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem ræða við Samtök atvinnulífsins á vettvangi ríkissáttasemjara lögðu sameiginlega fram gagntilboð við tilboð atvinnurekenda um hækkun launaliðar í samningi til þriggja ára á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Formaður VR bindur vonir við að línur fari að skýrast eftir boðaðan fund með stjórnvöldum á þriðjudag. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð í viðræðum sínum við Eflingu, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR á fundi hjá ríkissáttasemjara á miðvikudag. Samninganefndir félaganna hafa síðan metið þetta tilboð og standa sameiginlega að yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu Eflingar í gærkvöldi. Ragnar Þór Ingólfsson segir aðkomu stjórnvalda ráða úrslitum um framhaldið. „Við erum ekki að samþykkja eitt né neitt heldur setja fram okkar sameiginlegu viðbrögð gagnvart tilboðinu með móttilboði. Sem verður skilyrt með aðkomu stjórnvalda,” segir Ragnar Þór.Það er spurning hvort að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hafi nokkuð fundið vöffluilm í húsakynnum sáttasemjara í morgun.vísir/vilhelmHann viti til þess að stjórnvöld taki stöðuna mjög alvarlega. „Og að það muni verða boðað til fundar á þriðjudaginn í næstu viku til að ræða mögulega aðkomu stjórnvalda að lausn kjarasamninga. Þannig að ég reikna þá með að staðan muni skýrast um miðja næstu viku um framhaldið,” segir formaður VR. Hann geri sér vonir um að aðkoma stjórnvalda verði með þeim hætti sem verkalýðsfélögin hafi verið að tala fyrir. „Ef svo er þá er til mikils að vinna fyrir alla aðila. Sérstaklega stjórnvöld, atvinnulífið, samfélagið allt og ekki síst launafólk. Að fá hér þriggja ára frið á vinnumarkaði með umtalsverðum kerfisbreytingum sem munu bæði til skemmri og lengri tíma stórbæta lífskjör almennings,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Hann telji að verkalýðsfélögin fjögur, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld séu öll komin á sama stað í skilningi sínum á stöðunni. Viðræður Samtaka atvinnulífsins við sextán félög innan Starfsgreinasambandsins, iðnaðarmenn og Landssamband verslunarmanna halda síðan áfram á öðrum vettvangi en þessi félög hafa ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Ef viðræður verkalýðsfélaganna fjögurra, Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda leiða hins vegar til niðurstöðu mun hún örugglega hafa mikil áhrif á stöðu viðræðna við önnur verkalýðsfélög.
Kjaramál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira