ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 23:29 Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. AP/Felipe Dana Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn. Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn.
Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30