El Chapo líklegast sendur í „hátækniútgáfu af helvíti“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 18:34 Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Vísir/AP Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið. Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Glæpaforinginn Joaquin Guzman, eða „El Chapo“ er þekktur fyrir að hafa brotist tvisvar sinnum úr fanglesi í Mexíkó. Hann mun þó líklega verja ævi sinni í fangelsi í Bandaríkjunum sem enginn hefur flúið úr frá því það var opnað árið 1994. Öryggisgæsla í fangelsinu, sem ber heitið Administrative Maximum Facility, eða ADX, er gífurleg og fyrrverandi starfsmenn þess segja ekkert gerast þar án leyfis fangavarða. Guzman hefur verið sakfelldur fyrir rekstur umfangsmikilla glæpasamtaka í Mexíkó en dómsuppkvaðning hefur ekki farið fram enn. Sérfræðingar búast þó við því að hann muni sitja inni út ævi sína og þá í ADX, samkvæmt AP fréttaveitunni.Sjá einnig: El Chapo sakfelldurEinn fyrrverandi fangavörður sem ræddi við Washington Post segir að eina leiðin til að sleppa úr ADX sé fá fangelsisstjórann með sér í lið. Þar eru um 400 fangar og þar er hæsta hlutfall fangavarða gagnvart föngum í Bandaríkjunum.Hér má sjá hvernig fangaklefar ADX líta út.Vísir/APADX hefur verið lýst sem fangelsi fyrir hættulegustu og alræmdustu glæpamenn heimsins og er staðsett Klettafjöllunum í Colorado. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við hafa farið mörgum orðum um fangelsið. „Alcatraz Klettafjallanna“, „Fangelsi allra fangelsa“ og „hátækniútgáfu af helvíti“ er meðal þess sem fangelsið hefur verið kallað á undanförnum dögum. Þeir Ted Kaczynski, Terry Nichols, Robert Hanssen og Zacarias Moussaoui eru meðal þeirra sem sitja þar inni. Lögmaðurinn Allan Kaiser vann á árum áður fyrir Sal Magluta sem var dæmdur í 200 ára fangelsi fyrir að leiða stærðarinnar glæpasamtök í Flórída. Hann heimsótti skjólstæðing sinn reglulega í ADX og segist aldrei hafa séð annan fanga þar. Hann segist þó muna sérstaklega eftir þögninni þar og hún hafi verið algjör. Fangar í ADX eru læstir inni í smáum klefum (2,1m x 3,7m) í 23 klukkustundir á sólarhring þar sem ekkert er nema lítið rúm og klósett. Þeir verja mestum tíma sínum í einangrun og hafa mannréttindasamtökin Amnesty International gagnrýnt fangelsið fyrir það hve einangrun fanga sé mikil. Þeir upplifi stundum marga daga án þess að rætt sé við þá. Flestir fangar fá þó sjónvarp.Fangar fá ekki að snerta þá gesti sem til þeirra koma og Amnesty segir að fangar verji árum án þess að snerta aðra manneskju, sé ekki tekið tillit til þess þegar fangaverðir setja fjötra á þá og fylgja þeim um fangelsið.
Bandaríkin Mexíkó Tengdar fréttir El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12 Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43 El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
El Chapo sagður hafa greitt forseta Mexíkó 100 milljónir dala Guzman var einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims áður en hann var handsamaður. Glæpagengi hans smyglaði kókaíni, heróíni og amfetamíni frá Mexíkó til Bandaríkjanna. 15. janúar 2019 23:12
Þóttist vera rússneskur mafíósi til að snúa tölvusérfræðingi El Chapo Svo virðist sem að tölvusérfræðingur mexíkóska eiturlyfjabarónsins Joaquín Guzmán Loera, betur þekktur sem El Chapo, hafi gegnt lykilhlutverki í árangursríkri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI við að handtaka El Chapo og brjóta á bak aftur umfangsmikla glæpastarfsemi hans 9. janúar 2019 13:43
El Chapo sakfelldur Glæpaforinginn Joaquin Guzman, sem er betur þekktur sem El-Chapo, hefur verið sakfelldur í New York. 12. febrúar 2019 17:59