Enn ekkert fast í hendi um stuðning Trump við útgjaldafrumvörp Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 16:07 Hægrisinnaðir fjölmiðlamenn voru taldir hafa haft mikil áhrif á ákvörðun Trump um að loka alríkisstofunum til að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrsins. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira