Meira og betra er líka dýrara Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun