Hoppaði yfir verðlaunaleikkonu í miðjum NBA-leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2019 09:30 Joel Embiid hoppar hér útaf vellinum til að bjarga boltanum. AP/Frank Franklin II Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR — Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk. Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4 — Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig. Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið. „Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E — Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019 NBA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Joel Embiid átti flottan leik í sigri Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það var þó eitt atvik í leiknum sem stal senunni í Madison Square Garden. Bæði forráðamenn Philadelphia 76ers og Madison Square Garden tóku örugglega andköf þegar þeir sáu hinn 213 sentímetra miðherja hoppa á eftir boltanum og í fangið á fína fólkinu í dýru sætunum í Madison Square Garden.Embiid almost took out Regina King pic.twitter.com/sLW47zNfZR — Bleacher Report (@BleacherReport) February 14, 2019Joel Embiid hoppaði yfir verðlaunaleikkonuna Reginu King sem vakti enn meiri athygli á atvikinu. Regina King er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár og vann Golden Globe verðlaun fyrir sama hlutverk í myndinni If Beale Street Could Talk. Reginu King er samt líklega þekktust fyrir að leika eiginkonu Rod Tidwell í myndinni "Jerry Maguire" en hún þakkaði fyirr íþróttahæfileika Joel Embiid eftir leikinn.Yoooo. Thank you God and @JoelEmbiid for your athletic abilities. Crisis averted https://t.co/LLTtzECuV4 — Regina King (@ReginaKing) February 14, 2019„Það er gott að ég bjargaði lífi hennar en því þurfti þá einhver annar að finna fyrir því. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Joel Embiid. Það var tölfræðingur MSG Network, sem sat við hlið Mike Breen, sem fékk Embiid í fangið. Hann hélt samt áfram leik þrátt fyrir að hafa fengið þennan 113 kílóa risa á sig. Einhverjir gagnrýndu hann fyrir að taka svona áhættu enda var Philadelphia 76ers þarna fimmtán stigum yfir og hann hefði jafnvel getað endað hjá sér tímabilið. „Ég kann bara spila á einn hátt og það er að vera á fullu og keppa um alla bolta. Ég mun gera það í hundrað prósent tilfella,“ sagði Joel Embiid.Regina King’s life just flashed before her eyes pic.twitter.com/YPLAwjyR6E — Rob Perez (@WorldWideWob) February 14, 2019
NBA Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira