Vilja afskrá kannabis sem hættulegt fíkniefni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2019 07:15 Skilgreiningin á hættulegustu fíkniefnum heims er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. fréttablaðið/gva Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Sérfræðiráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ávanabindandi fíkniefni hefur lagt til endurskoðun á kannabisefnum með það að leiðarljósi að afskrá kannabis úr flokki með hættulegustu fíkniefnum þessa heims. Skilgreiningin er frá árinu 1961 og því komin til ára sinna. Málið verður tekið fyrir í næsta mánuði innan fagráðs Sameinuðu þjóðanna um ávanabindandi fíkniefni (CND). Verði þessi endurskoðun samþykkt í næsta mánuði yrði það formleg viðurkenning á að þjóðir heims hafi í raun haft rangt fyrir sér bæði um skaðsemi kannabis sem og lækningamátt jurtarinnar í um hálfa öld. Þessi mögulega nýja stefna WHO kemur á sama tíma og fjöldi ríkja hefur horfið frá þeirri stefnu að gera neyslu og vörslu kannabisefna refsiverða. Þessi framvinda gæti því að einhverju leyti hraðað þeirri þróun. Markmið þessara tilmæla er að tryggja heilsu fólks en um leið að takmarka ekki aðgengi fólks að kannabistengdum efnum sem hafa sannarlega, og vísindalega, sannað virkni sína sem meðferð við einhvers konar kvillum. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í af brotafræði við Háskóla Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að þetta sé lagt til. „Það má segja að árið 1961 hafi vísindin ekki vitað mikið um þetta efni. Á síðustu árum hefur ýmis skaðsemi komið fram en þó ekki eins stórhættuleg og áður var talið. Endurskoðun hefur átt sér stað víða með afglæpavæðingu á vörslu til eigin nota, lögleiðingu vestanhafs og sums staðar leyft í lækningaskyni,“ segir Helgi. „Kannabis er samt skaðlegt ungu fólki á uppvaxtarárum þess og það hefur ekkert breyst.“ Fagráðið hefur farið ítarlega yfir málið með hliðsjón af lýðheilsu og öðrum almennum þáttum. Álit fagráðsins er byggt á vísindalegum rannsóknum og þeirri þekkingu sem er til staðar um efnið. Fagráðið hefur einnig vegið og metið vísindalega þekkingu þegar kemur að lækningamætti efnisisins. Hjá Embætti landlæknis fengust þær upplýsingar að grannt væri fylgst með þróun málsins. Hins vegar væri áréttað að ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hvort kannabis yrði tekið af lista yfir skaðlegustu fíkniefni þessa heims.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kannabis Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira