Kæru ráðherrar og alþingismenn Vinstri grænna Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra haust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring. Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum. Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa. Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það. Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé. Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landsins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa. Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í viðbót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með almannafé af þessari ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart? Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á 6 árum er þakkarvert og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í loftlagsvernd. Aftur að hvalveiðimálum. Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein á Vísi, „Datt rektor HI á höfuðið...“ 25.01.19. Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika starfsemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það. Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðarbrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða. Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef það kostar stjórnarslit, þá verður að hafa það. Stefna skal standa, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar –að falla með sóma, heldur en að standa með skömm og vanvirðu. Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína. Kær kveðja, JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Enn eru hvalveiðimál á dagskrá, gegn væntingum, þar sem menn töldu, að þeim – langreyðaveiðunum – hefði lokið fyrir fullt og allt í fyrra haust, þegar veiðiheimildir, sem Sigurður Ingi gaf út 2013, runnu út. Réttlætti forsætisráðherra nýjar langreyðaveiðar í fyrra sumar með því, að illt væri að rugla stjórnsýsluna með breytingum á reglugerðum, sem í gildi væru. Þótti sumum það yfirborðskennd skýring. Nú er orðrómur á kreiki um það, að ríkisstjórnin ætli að gefa út ný langreyða veiðileyfi til Hvals hf. Vekur þetta furðu undirritaðs og annarra, sem af þessu hafa heyrt. Trúa menn vart sínum eigin eyrum. Er helzta vonin, að þetta sé – eins og margt – marklaust slúður. Vil ég trúa því, þar til annað kemur á daginn. Ekki þarf að minna ykkur á ykkar eigin samþykktir frá 2015 í þessu máli, en m.a. voruð þið kjörin á þing út á þessa stefnu; friðun hvala. Fyrir einhverju verður „grænt“ líka að standa. Nýlega var haft eftir forsætisráðherra, að hún hefði aðallega gengið í VG af umhverfisástæðum. Túlkar einhver „umhverfi“ bara sem loft? Fyrir undirrituðum er „umhverfisvernd“ og „grænt“; dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Verður þar eitt ekki greint frá öðru. Vonandi geta allir verið sammála um það. Í stjórnarsáttmála er ljómandi ákvæði um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Gladdi það margan manninn. Því miður hefur samt engin breyting orðið í þessum málum, undir ykkar forsæti og stjórn, nema síður sé. Langreyðaveiðar hófust að nýju, í fullum stíl, fleiri hreindýr voru drepin í fyrrahaust, en nokkru sinni fyrr, mest allt kýr, upphaflega frá 8 vikna kálfum þeirra, ekkert bólar á verndun sela, þó að þeir hafi lengi verið í bráðri útrýmingarhættu, pólarrefurinn er hundeltur og ofsóttur, og til þess varið 100 milljónum árlega af almannafé, þó að enginn skaði liggi fyrir af hans völdum síðustu áratugi, stórfellt og stjórnlaust dráp á villtum fuglum heldur áfram, þó að fimm helztu dýra- og vistfræðingar landsins hafi gert og birt skýrslu í apríl 2016 um það, að 11 fuglategundir, þ.á.m lundi, hrafn og kjói, væru í bráðri útrýmingarhættu, og, að veiðiálag á 6 villtum fuglum væri of hátt og ógnaði tilveru þeirra, þar á meðal grágæs, langvía, álka og rjúpa. Nýlega hlutaðist ríkisstjórnin líka til um það, að 100 milljónum var veitt af fjármunum almennings til þess að styðja taprekstur 12 loðdýrabænda, sem reyndar fara fram á 200 milljónir í viðbót, en þessi „brúgrein“ er eitthvert það heiftarlegasta dýraníð, sem sögur fara af, og er búið að banna hana í flestum siðmenntuðum löndum, meðan að hún er styrkt í stórum stíl með almannafé af þessari ríkisstjórn. Er grænt orðið grátt eða svart? Átak í loftlagsmálum upp á 6,8 milljarða á 6 árum er þakkarvert og ykkur til sóma, en það er því miður það eina, sem þið getið státað af í „grænum málum“. Og, ef fjárhæðin er skoðuð í vissu samhengi, t.a.m. því, að á nákvæmlega sama tíma á að verja 120 milljörðum, nánast tuttugufaldri upphæð, til uppbyggingar flugstöðvarinnar í Keflavík – sem þó er líka gott mál -, þá fer glansinn nokkuð af 1.34 milljarði á ári í loftlagsvernd. Aftur að hvalveiðimálum. Nýlega gaf H.Í. út skýrslu um hvalveiðimál. Jafn illt og það er, þar sem Háskólinn ætti auðvitað að leggja áherzlu á vönduð, hlutlæg og akademísk vinnubrögð, þá er innihald þessarar skýrslu hrein sýndarmennska og út í hött. Útskýri ég það nánar í grein á Vísi, „Datt rektor HI á höfuðið...“ 25.01.19. Í millitíðinni staðfesti Háskóli Íslands við okkur, að hann hefði unnið „þróunarverkefni“ fyrir Hval hf, frá hausti 2017 fram til vors 2018, og fengið sex milljónir króna fyrir. Í beinu framhaldi af því fól sjávarútvegsráðherra HÍ, í nafni ríkisstjórnarinnar, að kanna fýsileika starfsemi Hvals hf. Góð og vönduð vinnubrögð það. Hér má líka nefna, að við höfum - með góðri hjálp lögfræðinga okkar, Ragnars Aðalsteinssonar hrl og hans félaga - kært Hval hf fyrir margvísleg meint lög- og reglugerðarbrot, sem í okkar augum eru augljós og skýr, og er málið nú hjá ríkissaksóknara. Vonumst við til, að hann muni gefa út ákæru á hendur Hval hf innan fárra mánaða. Ef orðrómur um nýjar langreyðaveiðar á við rök að styðjast, er það erindi þessa opna bréfs, að hvetja ykkur til þess, að standa eins og veggur gegn slíkri leyfisveitingu. Standa við samþykktir ykkar og stefnu, án frekari eftirgjafar. Ef það kostar stjórnarslit, þá verður að hafa það. Stefna skal standa, og, það er betra – líka uppbyggilegra til frambúðar –að falla með sóma, heldur en að standa með skömm og vanvirðu. Ekki væri það gott, að minnast 20 ára afmælis með grundvallar svikum við sjálfa sig og fylgjendur sína. Kær kveðja, JARÐARVINIR Ole Anton Bieltvedt, formaður
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun