Kosningar líklegar eftir að fjárlagafrumvarp spænsku ríkisstjórnarinnar var fellt Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 12:19 Sánchez og Dolores Delgado, dómsmálaráðherra, í þungum þönkum í neðri deild þingsins þar sem fjárlagafrumvarpinu var hafnað í morgun. Vísir/EPA Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Spænska þingið felldi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Pedro Sánchez forsætisráðherra í dag. Búist er við því að Sánchez boði til kosninga í vor í kjölfar ósigursins. Tveir flokkar katalónskra sjálfstæðissinna sem hafa stutt minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins neituðu að greiða fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt nema ríkisstjórnin efndi til viðræðna um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu. Það vildi Sánchez ekki gera enda bannar spænska stjórnarskráin að sjálfsstjórnarhéruð fái slíkan rétt. Á meðan er réttað yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna í hæstarétti landsins. Ekki hefur verið ákveðið hvaða dag verður kosið en talið er að Sánchez hallist að kosningum eins fljótt og auðið er til að beisla stuðning vinstrisinnaðra kjósenda sem óttist að hægrimenn komist aftur til valda. Þannig væri 14. apríl líklegasti kjördagurinn. Skoðanakannanir benda til þess að þó að Sósíalistaflokkurinn sé með mestan stuðning, um 30% fylgi, þá næðu tveir stærstu hægriflokkarnir, Lýðflokkurinn og Borgararnir, meira en 30%. Ríkisstjórn Sánchez tók við í fyrr þegar vantrausti var lýst á ríkisstjórn Lýðflokksins. Kjörtímabili hennar lýkur ekki fyrr en á næsta ári.
Spánn Tengdar fréttir Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59 Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30 Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Kosningum mögulega flýtt á Spáni Spænska ríkisstjórnin gæti orðið undir með fjárlagafrumvarp sitt í vikunni. Forsætisráðherrann gæti þá boðið til kosninga í vor. 11. febrúar 2019 12:59
Réttarhöldin sögð vera farsi Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. 13. febrúar 2019 07:30
Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag. 10. febrúar 2019 19:16