Veik króna refsaði IKEA á metsöluári Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Þrátt fyrir metveltu á síðasta rekstrarári dróst hagnaður IKEA saman um nærri helming. Gengisfalli krónunnar er kennt um. Fréttablaðið/Ernir „Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
„Það má algjörlega heimfæra þetta á krónuna,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Hann segir að þrátt fyrir metár í sölu, þar sem heildarvelta nam 11,4 milljörðum króna, hafi EBIT-hagnaður engu að síður dregist saman um næstum helming. Var á síðasta rekstrarári 613 milljónir samanborið við 1.175 milljónir árið áður. „Síðasta rekstrarár var metár í sölu, bæði í krónum talið og rúmmetrum, sem er raunar betri mælieining en krónan því menn geta alltaf hækkað og lækkað verð en hver einasta vara sem við seljum er mæld.“ Síðasta rekstrarári IKEA lauk hinn 1. september síðastliðinn og segir Þórarinn að laun og annar rekstrarkostnaður hafi verið í takt við væntingar. En kostnaður seldra vara, sem er afleiðing veikari krónu, hafði þau áhrif að framlegðin dróst þetta mikið saman. „Kostnaðarverð seldra vara jókst um tæpa 1,3 milljarða og rúmlega étur upp alla söluaukningu ársins.“Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/ErnirÞórarinn bendir á að líkt og fyrr festi IKEA verð sín ár fram í tímann í árlegum vörubæklingi sínum. Raunar rúmlega það. „Við ákveðum verðin fyrir árið allt að 3-5 mánuðum áður en vörulistinn er gefinn út. Þá vorum við á sterkasta stað en svo húrraðist krónan niður eftir það. Við erum búin að skuldbinda okkur 16 mánuði fram í tímann og ég þarf að taka veðmál 16 mánuði fram í tímann um hvernig þróunin á krónunni verður.“ Hann segir veitingastaðinn vissulega eiga stóran hluta metársins út frá veltu en þar gildi önnur lögmál þar sem stærstur hluti innkaupa þar sé innlend framleiðsla og breytingar á krónunni hafi því miklu minni áhrif.En kemur ekki til greina að breyta þeirri aðferð að festa verð verslunarinnar svo langt fram í tímann í ljósi þess að krónan rokkar sífellt til og frá? „Ég held að þrátt fyrir að þetta sé mjög erfitt á köflum þá sé þetta mjög ljúf svipa líka. Það þýðir að ef illa árar þá get ég ekki farið að hækka verð eins og allir gera og það þýðir að ég þarf að taka til annars staðar. Og það er bara ofsalega hollt. Það er óhollt að í hvert skipti sem krónan hikstar, þá hækka allir verðin. Það þýðir hærri verðbólgu fyrir alla. Ég býst ekki við að breyta þessu þó þetta skeri okkur vissulega þrengri stakk en öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu IKEA Íslenska krónan Neytendur Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent