Fyrrverandi ráðgjafi stefnir Bandaríkjaforseta vegna árása eftir bókarskrif Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 12:05 Sims (t.v.) í spjallþætti Stephens Colbert þegar hann kynnti bók sína Nöðruliðið í lok janúar. Vísir/Getty Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Cliff Sims, fyrrrverandi starfsmaður á samskiptasviði Hvíta hússins, hefur stefnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hafa notað forsetaframboð sitt til þess að reyna að refsa honum fyrir bók með vandræðalegum uppljóstrunum um lífið í Hvíta húsinu. Lögmenn framboðs Trump halda því fram að Sims hafi brotið gegn þagnarskyldu sem hann gekkst undir sem starfsmaður þess með bókinni „Nöðruliðið“ sem kom út á dögunum. Bókin fjallaði um reynslu Sims í Hvíta húsinu. Trump lýsti Sims sem „lágt settum starfsmanni sem ég þekkti varla“ og „framagosa“. Stefna Sims beinist að Trump í opinberu embætti sínu sem forseti, að sögn Washington Post. Mark Zaid, lögmaður Sims, segir að framboðið sé að reyna að nota þagnarsamninginn við framboðið til að refsa honum fyrir að ræða um tímann í Hvíta húsinu. Trump er sakaður um að láta framboðið ganga í stað alríkisstjórnarinnar á ólögmætan hátt til að reyna að þagga niður í Sims og svipta hann stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi. Ríkisstjórn Trump sé þannig að nota einkaaðila til þess að refsa fyrrverandi alríkisstarfsmanni fyrir að upplýsa um hluti sem leynd ríkti ekki yfir í Hvíta húsinu.Ólíklegt að hægt verði að framfylgja þagnarsamningum í Hvíta húsinu Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi látið starfsmenn Hvíta hússins skrifa undir þagnarsamninga um að greina ekki frá því sem þeir verða áskynja þar. Verulegur vafi eru sagður leika á hvort að slíkir samningar gætu haft lagalegt gildi fyrir opinbera starfsmenn. Sims segist ekki muna hvort hann skrifaði undir slíkan samning þegar hann hóf störf í Hvíta húsinu en hann gangi út frá því að svo hafi verið. New York Times segir að í stefnunni komi fram að Trump virðist aðeins framfylgja þagnarsamningunum í sumum tilfellum. Þannig hafi hann ekki gert athugasemdir við bækur þriggja fyrrverandi starfsmanna sem fóru lofsamlegum orðum um hann. Bók Sims dró upp svipaða mynd af glundroða innan veggja Hvíta hússins og hefur birst í fréttum bandarískra fjölmiðla undanfarin ár. Rekur hans deilur og bellibrögð starfsmanna Hvíta hússins, meðal annars gegn hver öðrum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Trump vill ekki sjá fleiri flóttamenn Ræðuhöfundur Trump forseta er sagður hafa sagst verða hamingjusamur ef enginn flóttamaður stigi fæti á bandaríska jörð nokkru sinni aftur. 28. janúar 2019 16:09