Vildi bætur eftir að vél Wow var snúið við vegna meðvitundarlausra farþega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 10:13 Farþeginn kom á áfangastað sex tímum of seint. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira