Foreldrarnir hæstánægðir með heimakennslu Heiðu Dísar Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2019 10:30 Rut og Helgi völdu að hafa Heiðu í heimakennslu. Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Skólaganga Heiðu Dísar Helgadóttur hófst í haust, eins og hjá öðrum jafnöldrum hennar, en það sem sker Heiðu Dís úr, er að henni er kennt heima og er hún líklega eina barnið á Íslandi sem er í heimakennslu. Þau Helgi og Rut foreldrar Heiðu eru bæði kennaramenntuð en það er Helgi sem sér um kennsluna. Ísland í dag kíkti í heimsókn til fjölskyldunnar og kynntist Heiðu og fjölskyldu hennar á Stöð 2 í gær. Það er samdóma álit fjölskyldunnar að fyrirkomulagið gangi eins og í sögu. „Þetta varð til fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist bandarískum manni og á íslenska konu. Þau eiga börn saman og eru hluta úr árinu alltaf erlendis og skiptast á að vera í Bandaríkjunum og hér á landi og ég spyr hvernig þetta er með skólann hjá krökkunum og hann segir mér að þau séu að heimakenna börnunum sínum,“ segir Helgi Rafn Guðmundsson, faðir Heiðu. Hann segir á stöðluðum prófum koma börn í heimakennslu allt að þrjátíu prósent betur út. En hvað með félagslega þáttinn? „Það sem kom mér skemmtilega á óvart er að þessi börn eru miklu líklegri til að vilja taka þátt í æskulýðs- og líkamsræktarstarfsemi heldur en börn sem koma úr hefðbundnu skólakerfi. Þau eru mjög líkleg til að vera með góða leiðtogahæfileika og eiga marga góða vini og eiga mjög auðvelt með það að eignast góða vini líka,“ segir Helgi og bætir því við að Heiða sé mikil félagsvera og að hús þeirra hjóna sé alltaf fullt af krökkum. Heiða Dís æfir Taekwondo, dans og er í hestamennsku.Heiða Dís byrjaði í fyrsta bekk í heimakennslu.„Mér finnst skemmtilegast að læra hvernig fólkið verður til og hvernig beinin líta út,“ segir Heiða. „Þetta gengur bara frábærlega vel og búið að vera ótrúlega skemmtilegt,“ segir Rut Sigurðardóttir, móðir Heiður Dísar. „Ég þekki hvernig það er að kenna hópi af fólki. Þá fer orkan og einbeitingin ósjálfrátt til ákveðinna aðila og ekkert endilega til þeirra aðila sem ættu mest að fá hana. Þó svo að maður reynir, þá er ekki hægt að láta alla fá sömu athygli. Það finnst mér pínu ósanngjarnt, því oft þeir sem vilja vera í skólanum og þeir sem vilja vera í náminu fá minni athygli heldur en þeir sem vilja ekki vera þarna. Það er óþægilegt fyrir nemandann sem vill vera þarna og líka fyrir nemandann sem vill ekki vera þarna,“ segir Helgi og bætir við að rannsóknir bendi til að heimakennsla gefi góðan árangur. „Það sem við viljum gefa barninu okkar er þennan möguleika á þessu tækifæri.“En hvernig bregst fólk við þegar það fréttir að Heiða Dís sé í heimakennslu? „Það er rosalega misjafnt. Þeir sem eru kennaramenntaðir eru yfirleitt mjög spenntir og áhugasamir. Svo eru aðrir sem finnst þetta mjög óþægilegt og vilja hafa okkur í boxinu. Maður er ansi oft að taka þessa umræðu,“ segir Rut en foreldrar þurfa að vera með kennaramenntun til að fá leyfi fyrir heimakennslu. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira