Í myndbandinu má sjá lögreglumennina vefja snáknum utan um manninn, sem situr handjárnaður á gólfinu og öskrar, og hlæja.
Lögreglan hefur nú beðist afsökunar á athæfinu en varði þó verknaðinn á sama tíma og sögðu snákinn ekki hafa verið eitraðan, auk þess sem hann væri taminn.
„Við höfum tekið hart á þessu athæfi starfsmanna,“ segir í yfirlýsingu lögreglunnar þar sem því er einnig bætt við að lögreglumennirnir hefðu ekki gengið í skrokk á manninum, þrátt fyrir allt.
Veronica Koman, mannréttindalögfræðingur í Indónesíu, deildi myndbandi af aðförunum á Twitter. Í myndbandinu er sagt heyrast þegar einn lögreglumannanna hótar að setja snákinn upp í munn hins yfirheyrða, og ofan í buxur hans.
Myndbandið má sjá hér að neðan en rétt er að vara viðkvæma eða snákhrædda lesendur við því að horfa á það.
Indonesian police were filmed using a two-metre long snake to interrogate a cable-tied suspect in Papua. pic.twitter.com/DfQuMrdvqr
— SBS News (@SBSNews) February 11, 2019