Ragnar Þór Ingólfsson er sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára því mótframboð barst ekki áður en framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en þar segir að kjörstjórn VR hafi fengið 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra.
Fundur verður haldinn með frambjóðendum kl. 12.00 miðvikudaginn 13. febrúar nk. og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum.
Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

