Spurði Gylfa út í vandamálin hjá Everton, markamet og HM-þreytu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er í viðtali á Twitter-síðu Stadium Astro þar sem hann fer yfir gang mála hjá Everton liðinu og hvernig HM í Rússlandi í sumar hafði áhrif á hann. Gylfi og félagar töpuðu á móti Watford um helgina og eru stigalausir í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni. Fyrir vikið er Everton dottið niður í 9. til 11. sæti en er efst á markatölu af liðunum þremur sem eru með 33 stig. Adam Carruthers hitti Gylfa og ræddi við hann um vandamálin hjá Everton og það sem vantar upp á hjá liðinu. Þetta leit ágætlega út í nóvember þegar Everton hafði unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og sat í sjötta sæti deildarinnar. Gylfi skoraði sigurmarkið á móti Cardiff 24. nóvember og hafði þá komið átta mörkum (6 mörk og 2 stoðsendingar) í fyrstu þrettán leikjunum. Everton hefur hins vegar aðeins unnið þrjá af fjórtán deildarleikjum sínum síðan þá. Gylfi hefur komið að fjórum mörku (3 mörk og 1 stoðsending) í þeim. Hér fyrir neðan má sjá samtal Adam Carruthers og Gylfa. Þeir ræða þar gengi Everton, HM-þreytu og hvort Gylfi ætli að bæta markametið sitt í ensku deildinni.QUOTED with Gylfi Sigurdsson@Adamcarruthers sat down with the Everton midfielder to talk goal scoring targets, problems at Goodison Park and fatigue ... pic.twitter.com/QiKgWPHMSu — Stadium Astro (@stadiumastro) February 11, 2019Gylfi talaði um skort á stöðugleika og að liðið hafi gert of mörg jafntefli í upphafi tímabilsins. „Nokkur úrslit yfir jólin voru vonbrigði því okkur fannst við hafa gert nóg í nokkrum leikjanna til að hafa náð í fleiri sigra,“ sagði Gylfi. Adam spurði Gylfa líka út í þreytuna hjá leikmönnum sem þurftu að spila á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og fengu því lítið sumarfrí. „Ég sjálfur finn ekki fyrir þreytu núna. Eftir EM 2016 þá kom ég þreyttur inn í undirbúningstímabilið en mér leið vel í ár. Það eru því engin slík vandamál hjá mér og þetta fer eflaust eftir leikmönnunum sjálfum,“ sagði Gylfi. Gylfi lofar því líka að bæta markametið sitt á einu tímabili en hann hefur mest skorað ellefu deildarmörk á leiktíð. Gylfi er kominn með níu mörk og fær tólf umferðir til að bæta við þremur mörkum. „Ég mun bæta það. Þetta eru bara þrjú mörk til viðbótar og ég hef nægan tíma til að bæta það,“ sagði Gylfi.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira