Smánarblettur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekki er sjálfgefið í sjálfhverfum heimi að einstaklingur sé fær um að elska náungann eins og sjálfan sig. Það má þó alltaf reyna. Víst er að flestir kjósa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá sjálfa. Þetta á þó ekki við um alla. Til eru þeir sem virðast alls ófærir um að setja sig í annarra spor, hugur þeirra drífur ekki svo langt og þeir miða allt fyrst og fremst út frá sjálfum sér. Þegar græðgishugsun fangar auk þess huga þeirra er ekki von á góðu. Þegar þessir einstaklingar átta sig á því að hægt er að græða heilmikið með því að auka eymd annarra þá gera þeir það blygðunarlaust. Síðustu daga hafa fréttir af aðbúnaði rúmenskra verkamanna sem starfa fyrir íslenska starfsmannaleigu verið fyrirferðarmiklar í fréttum. Reyndar er þessi fréttaflutningur framhald af umfjöllun sem var í fréttaskýringarþættinum Kveik fyrir nokkrum mánuðum. Það vekur mjög auðveldlega upp þá spurningu af hverju ekki var brugðist við af hörku strax eftir sýningu þess þáttar. Einhverjir sofnuðu greinilega á verðinum. Það er ljóst að á vinnumarkaði þrífast einstaklingar sem hafa komist upp með það að haga sér eins og þrælaeigendur. Þeir ráða til sín erlenda verkamenn, sópa þeim saman inn í kytrur, hirða af þeim háa húsaleigu og borga þeim laun undir lágmarkstaxta, ef þeir á annað borð hafa fyrir því að greiða þeim laun. Vart þarf að hafa mörg orð um einstaklinga sem haga sér á þennan hátt. Þeir eru einfaldlega siðleysingjar. Þessa menn á að draga fram í dagsljósið og kalla þá til ábyrgðar, það á ekki að leyfa þeim að forða sér í skjól. Mannvonska þeirra er hyldjúp. Enginn á að fá að koma fram við aðra eins og þeir hafa komið fram við starfsmenn sína. Þeir eru að stunda glæpastarfsemi og glæpamenn eiga að gjalda fyrir glæpi sína. Í siðuðu samfélagi á þrælahald af þessu tagi ekki að líðast. Samt hefur það þrifist of lengi. Þegar upp kemst um mál af þessu tagi þá er ekki nóg að rekin séu upp undrunaróp, það þarf að bregðast við og hefja rannsókn sem á að taka stuttan tíma og skila raunverulegum aðgerðum. Það á ekki að líðast að einstaklingar sem haga sér eins og þrælaeigendur geti haldið áfram að brjóta á erlendum verkamönnum vikum og mánuðum saman eftir að framferði þeirra hefur verið dregið fram í dagsljósið. Þetta eru einstaklingar sem leggja sig sérstaklega fram við að blekkja og svíkja og leika á kerfið og treysta um leið á að embættismenn sem ættu að sjá við þeim séu bæði svifaseinir og latir. Því miður virðist slíkt of oft vera raunin. Ef ekki væri fyrir framtak fjölmiðla hefði lítið sem ekkert gerst í málum rúmensku verkamannanna sem brotið var svo skelfilega á. Þeir væru enn í vonlausri stöðu með enga útgönguleið. Fjölmargir hafa brugðist í þessu máli. Vonandi sjá þeir hinir sömu sér fært að líta í eigin barm og kannast við mistök sín. Hinn nöturlegi sannleikur er sá að þrælahald hefur verið látið viðgangast. Það er smánarblettur á samfélagi okkar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun